Slúðurblaðamennskan breiðist út 31. mars 2006 18:16 Ég ætla að tala fyrir íhaldssemi í fjölmiðlum. Til dæmis vil ég setja fram þá skoðun að það sé alveg óþarfi að leyfa fjölmiðlum að taka upp efni í dómssölum - myndir af fólki sem er ekki einu sinni búið að dæma sekt. Ég er viss um að flestir starfsfélagar mínir í fjölmiðlum eru ósammála mér. Mér finnst líka að fjölmiðlar eigi ekki að hafa skotleyfi á fólk, jafnvel þótt það teljist opinberar persónur og sækist stundum sjálft eftir athygli fjölmiðla. Já, dómurinn í máli Bubba gegn slúðurtímaritinu Hér & nú er fagnaðarefni. En blaðið svarar aldeilis fyrir sig í gær. Með því að slá upp á forsíðu slúðri um ástarlíf Bubba. Þess utan eru á forsíðunni eins og tveir hjónaskilnaðir og semí-frægt par sem er nýbyrjað saman - svona til að gera lífið skemmtilegra eins og eru einkunnarorð annars slúðurblaðs. --- --- --- Fjölmiðlar eru gjarnan útblásnir af mikilvægi sínu, þeirri trú að þeir starfi með einhverjum hætti í þágu almennings. Því eigi þeir að hafa ýmsan rétt sem aðrir hafa ekki. Þetta eru vandrötuð mörk. Það getur verið stutt milli þess sem telur það heilaga skyldu sína að miðla upplýsingum og psýkópatans sem hirðir ekki um afleiðingar gerða sinna, veður yfir allt og alla. Þetta tvennt getur jafnvel rúmast í einum og sama manninum. Við þennan dóm er næst að spyrja - í stað þess að rjúka upp í nafni tjáningarfrelsisins - af hverju er slúður orðið svo ríkur þáttur í fjölmiðlum? Hvaðan kemur þessi ofboðslega slúðurfíkn? Leiðist okkur svo mikið að við þurfum sífellt að vera með nefið ofan í einkamálum bláókunnugs fólks? Yfirleitt hefur slúðurgirnd verið talin einhver ómerkilegasta hneigð sem hægt er að finna í fari manna. Gróa á Leiti er ein frægasta persóna í íslenskum bókmenntum, en hún er ekki að sama skapi vel metin - iðja hennar er að fara með slefburð milli bæja. Slúður felur líka í sér að upplýsingarnar séu mjög sennilega rangar eða í besta falli ónákvæmar - satt eða logið, breytir ekki neinu. Slúðurblöð starfa mjög í þessum anda. --- --- --- Hvenær gerðist þetta? Mér finnst eins og þróunin hafi byrjað að ráði á níunda áratugnum - sem seint verður minnst fyrir góðan smekk. Áður höfðum við hugguleg fjölskyldublöð eins og Life, Vikuna, Familie Journal og Heima er best. Fjölmiðlar eins og Vísir, Dagblaðið og Helgarpósturinn lögðu ekki stund á slúðurblaðamennsku þótt margir kynnu að halda það - þetta voru hörð fréttablöð. Jú, við höfðum Spegil Tímans, tvídálk með fréttum af fræga fólkinu - hann var lesinn upp til agna í sveitum. Svo kom brúðkaup Karls og Díönu í upphafi áttunda áratugarins og slúðrið fór að dreifa sér um virðulegustu fjölmiðla - líkt og einhvers konar faraldur. Allt í einu voru The Sun og Bild fyrirmyndir. Ég man hvað mér þótti skrítið þegar Mogginn birti fyrst slúðurfrétt um klámmyndaleikkonu. Það var augljóslega búið að lækka standardinn. Gróa býr ekki lengur á Leiti, fer á milli bæja og ber út sögur. Hún nýtur lífsins í hinu nútímalega fjölmiðlaumhverfi. Hún framleiðir slúður sem er ópíum fyrir fólkið. Þetta endalausa kjaftæði um fræga fólkið. Eða þá sem okkur er sagt að séu frægir. Myllan er meira að segja svo óseðjandi að það þarf að framleiða slúður í gríð og erg, því hvað eru svokallaðir raunveruleikaþættir annað en slúðurverksmiðjur. --- --- --- Fjölmiðlarnir eru agora, hinn opni vettvangur, torgið í gömlu Aþenu. Auðvitað gegna þeir mikilvægu hlutverki við að halda uppi þjóðfélagsumræðu, gagnrýna, veita aðhald, og þeir þurfa líka að skemmta og fræða. En tilgangurinn getur ekki verið sá að gramsa í einkalífi fólks - líkt og enginn eigi að fá að fela neitt. Það er einkenni á siðmenntuðu samfélagi að það lætur þegnana eins mikið í friði og hægt er. Við stefnum í þveröfuga átt. Því fagnar maður dóminum í máli Bubba - og í máli Karólínu prinsessu á undan honum - og vonar að nú verði reynt að draga einhver mörk. Því hvað koma okkur hjónabönd fólks við, skilnaðir þess, tóbaksreykingar, vímuefnaneysla, hvers konar baðfötum það klæðist? Hvert er fréttagildið? Hvaða þörf er verið að svala? Fjölmiðlar gera mjög miklar kröfur til þeirra sem þeir fjalla um - láta oft eins og þeir séu siðferðilegur refsivöndur - ættu þeir þá ekki að sama skapi gera pínulítið meiri kröfur til sjálfra sín? --- --- --- Og vera heldur ekki svona ofboðslega viðkvæmir fyrir gagnrýni. Það er svo skrítið að þegar aðferðum fjölmiðlanna er beitt á þá sjálfa - þá verða fjölmiðlamenn svo móðgaðir að þeir ná ekki upp í nefið á sér. Þetta er að uppistöðu pistill sem var fluttur í Íslandi í dag á Stöð2/NFS 31. mars 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég ætla að tala fyrir íhaldssemi í fjölmiðlum. Til dæmis vil ég setja fram þá skoðun að það sé alveg óþarfi að leyfa fjölmiðlum að taka upp efni í dómssölum - myndir af fólki sem er ekki einu sinni búið að dæma sekt. Ég er viss um að flestir starfsfélagar mínir í fjölmiðlum eru ósammála mér. Mér finnst líka að fjölmiðlar eigi ekki að hafa skotleyfi á fólk, jafnvel þótt það teljist opinberar persónur og sækist stundum sjálft eftir athygli fjölmiðla. Já, dómurinn í máli Bubba gegn slúðurtímaritinu Hér & nú er fagnaðarefni. En blaðið svarar aldeilis fyrir sig í gær. Með því að slá upp á forsíðu slúðri um ástarlíf Bubba. Þess utan eru á forsíðunni eins og tveir hjónaskilnaðir og semí-frægt par sem er nýbyrjað saman - svona til að gera lífið skemmtilegra eins og eru einkunnarorð annars slúðurblaðs. --- --- --- Fjölmiðlar eru gjarnan útblásnir af mikilvægi sínu, þeirri trú að þeir starfi með einhverjum hætti í þágu almennings. Því eigi þeir að hafa ýmsan rétt sem aðrir hafa ekki. Þetta eru vandrötuð mörk. Það getur verið stutt milli þess sem telur það heilaga skyldu sína að miðla upplýsingum og psýkópatans sem hirðir ekki um afleiðingar gerða sinna, veður yfir allt og alla. Þetta tvennt getur jafnvel rúmast í einum og sama manninum. Við þennan dóm er næst að spyrja - í stað þess að rjúka upp í nafni tjáningarfrelsisins - af hverju er slúður orðið svo ríkur þáttur í fjölmiðlum? Hvaðan kemur þessi ofboðslega slúðurfíkn? Leiðist okkur svo mikið að við þurfum sífellt að vera með nefið ofan í einkamálum bláókunnugs fólks? Yfirleitt hefur slúðurgirnd verið talin einhver ómerkilegasta hneigð sem hægt er að finna í fari manna. Gróa á Leiti er ein frægasta persóna í íslenskum bókmenntum, en hún er ekki að sama skapi vel metin - iðja hennar er að fara með slefburð milli bæja. Slúður felur líka í sér að upplýsingarnar séu mjög sennilega rangar eða í besta falli ónákvæmar - satt eða logið, breytir ekki neinu. Slúðurblöð starfa mjög í þessum anda. --- --- --- Hvenær gerðist þetta? Mér finnst eins og þróunin hafi byrjað að ráði á níunda áratugnum - sem seint verður minnst fyrir góðan smekk. Áður höfðum við hugguleg fjölskyldublöð eins og Life, Vikuna, Familie Journal og Heima er best. Fjölmiðlar eins og Vísir, Dagblaðið og Helgarpósturinn lögðu ekki stund á slúðurblaðamennsku þótt margir kynnu að halda það - þetta voru hörð fréttablöð. Jú, við höfðum Spegil Tímans, tvídálk með fréttum af fræga fólkinu - hann var lesinn upp til agna í sveitum. Svo kom brúðkaup Karls og Díönu í upphafi áttunda áratugarins og slúðrið fór að dreifa sér um virðulegustu fjölmiðla - líkt og einhvers konar faraldur. Allt í einu voru The Sun og Bild fyrirmyndir. Ég man hvað mér þótti skrítið þegar Mogginn birti fyrst slúðurfrétt um klámmyndaleikkonu. Það var augljóslega búið að lækka standardinn. Gróa býr ekki lengur á Leiti, fer á milli bæja og ber út sögur. Hún nýtur lífsins í hinu nútímalega fjölmiðlaumhverfi. Hún framleiðir slúður sem er ópíum fyrir fólkið. Þetta endalausa kjaftæði um fræga fólkið. Eða þá sem okkur er sagt að séu frægir. Myllan er meira að segja svo óseðjandi að það þarf að framleiða slúður í gríð og erg, því hvað eru svokallaðir raunveruleikaþættir annað en slúðurverksmiðjur. --- --- --- Fjölmiðlarnir eru agora, hinn opni vettvangur, torgið í gömlu Aþenu. Auðvitað gegna þeir mikilvægu hlutverki við að halda uppi þjóðfélagsumræðu, gagnrýna, veita aðhald, og þeir þurfa líka að skemmta og fræða. En tilgangurinn getur ekki verið sá að gramsa í einkalífi fólks - líkt og enginn eigi að fá að fela neitt. Það er einkenni á siðmenntuðu samfélagi að það lætur þegnana eins mikið í friði og hægt er. Við stefnum í þveröfuga átt. Því fagnar maður dóminum í máli Bubba - og í máli Karólínu prinsessu á undan honum - og vonar að nú verði reynt að draga einhver mörk. Því hvað koma okkur hjónabönd fólks við, skilnaðir þess, tóbaksreykingar, vímuefnaneysla, hvers konar baðfötum það klæðist? Hvert er fréttagildið? Hvaða þörf er verið að svala? Fjölmiðlar gera mjög miklar kröfur til þeirra sem þeir fjalla um - láta oft eins og þeir séu siðferðilegur refsivöndur - ættu þeir þá ekki að sama skapi gera pínulítið meiri kröfur til sjálfra sín? --- --- --- Og vera heldur ekki svona ofboðslega viðkvæmir fyrir gagnrýni. Það er svo skrítið að þegar aðferðum fjölmiðlanna er beitt á þá sjálfa - þá verða fjölmiðlamenn svo móðgaðir að þeir ná ekki upp í nefið á sér. Þetta er að uppistöðu pistill sem var fluttur í Íslandi í dag á Stöð2/NFS 31. mars 2006.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun