Þrír eftir - syngja topplög ársins 2005 31. mars 2006 17:31 Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is. Idol Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is.
Idol Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira