Viðskipti erlent

ESB spáir 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu í ár

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf út hagvaxtarspá sína í dag fyrir lönd sem tekið hafa upp evruna. Spáð er á bilinu 0,4 prósenta til 0,9 prósenta hagvaxtaraukningu á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi og er búist við svipaðri aukningu á næstu tveimur ársfjórðungum.

Í síðustu hagvaxtarspá ESB frá því um miðjan janúar var spáð 0,4 til 0,8 prósenta hagvexti á evrusvæðinu.

Hagvöxtur á evrusvæðinu var 1,3 prósent á síðasta ári en var 2,1 prósent fyrir tveimur árum. Í spá ESB gætir nokkurrar bjartsýni en búist er við 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×