Lífið

Vor í lofti í Grasagarðinum

MYND/Gunnar

Þar spretta laukar, þar gala gaukar og þar fara trén með ljóð fyrir gesti og gangandi. Grasagarðurinn tekur nú í fyrsta skipti þátt í Vetrarhátíð og Safnanótt og skartar sínu fegursta í tilefni af því.

Það er engu líkara en að vorið sé komið í Reykjavík, að minnsta kosti í Grasagarðinum í Laugardalnum, þar sem blómin eru farin að stinga upp kollinum. Nú um helgina er boðið upp á kvöldgöngu um Garðinn þar sem forstöðumaður hans kynnir sögu hans og sex af stærstu trjánum sem standa í sviðsljósinu. Inni í garðskálanum stendur yfir sýning á veggspjöldum sem tengjast garðinum og ljóslistaverki er varpað niður á yfirborð tjarnarinnar. Í sumum trjánna er búið að koma fyrir hátölurum þar sem Silja Aðalsteinsdóttir les blómaljóð eftir þjóðkunn skáld, þar á meðal Þórarin Eldjárn, Snorra Hjartarson og Vilborgu Dagbjartsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.