Misskilin góðmennska 20. febrúar 2006 20:12 Það er stundum erfitt að að eiga við góðmennskuna þegar hún gengur ut í öfgar. Maður getur varla andmælt henni án þess að líta út eins og fól. En mér finnst að það sé hérumbil mál fyrir barnaverndayfirvöld þegar ung börn eru látin leika í auglýsingum um kynferðislegt ofbeldi. Þetta er liður í herferð félagsskapar sem nefnist Blátt áfram og tengist Ungmennafélagi Íslands. Auðvitað er rétt að vera á verði gagnvart kynferðislegu ofbeldi, og ekki síst þegar það beinist gegn börnum, en þessi barátta hefur tilhneigingu til að taka á sig öfgafullar myndir og stundum ógeðfelldar. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið - það er ekki allt heimilt þótt menn telji sig hafa réttlátan málstað. Ég nefni til dæmis að ég er nokkuð efins um fréttaskýringu NFS frá því í gær þar sem meintir öfuguggar voru leiddir í gildru - og allt sýnt í sjónvarpinu. Þar var farið út á ystu nöf í því sem fjölmiðlar geta leyft sér. --- --- --- Samtökin Blátt áfram gáfu út bækling í fyrra þar sem var staðhæft að fimmta hver telpa á Íslandi yrði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þegar var gengið á útgefendur bæklingsins viðurkenndu þeir að þessar tölur byggðu á hæpnum forsendum - væru eiginlega út í bláinn. Í dag var svo viðtal við talskonu Blátt áfram á NFS. Þar endurtók hún þessar tölur, fullyrti að fimmta hver stúlka yrði fyrir kynferðislegu ofbeldi, breytti þvínæst aðeins um og sagði að það væri sjötta hver - en var að lokum farin að segja að hún myndi þetta í rauninni ekki. Allt í einni setningu. Í viðtalinu sagði talskonan einnig að þyrfti að fræða börn í leikskólum um kynferðislegt ofbeldi. Nei, takk - segi ég. Eigum við að fara að ala leikskólabörn upp í tortryggni og hræðslu gagnvart fullorðnum karlmönnum? Ég á dreng á leikskólaaldri og ef ég frétti af því að ætti að fara að ræða við hann um svona mál, þá myndi ég undireins taka hann úr skólanum. --- --- --- Mér er alveg fyrirmunað að skilja að ekki megi fara uppboðsleið þegar einbýlishúsalóðir eiga í hlut. Allt annað gengur kaupum og sölum í kapítalísku þjóðfélagi - ég man satt að segja eftir neinu sem er ókeypis. Þegar íbúðir eða hús eiga í hlut þarf maður að borga upp í topp og þá skilur svo sannarlega á milli þeirra sem eru ríkir og þeirra sem hafa lægri tekjur. Ég get ekki látið mig dreyma um að eignast einbýlishús á Fjólugötu, en sumir eiga tvö. Hvers vegna á að gilda eitthvað annað fyrirkomulag um byggingalóðir? Hví þykir mörgum sjálfsagt að taka upp happdættisfyrirkomulag þegar þær eiga í hlut - eða jafnvel einhvers konar sósíalisma? --- --- --- Viðbrögð Vesturlanda í skopmyndamálinu stjórnast ekki síst af ótta og hugleysi. En það er ekki hægt að halda áfram að berja höfðinu við steininn þegar kemur í ljós að 40 prósent múslima í Bretlandi segjast kjósa sharialög. Málið hefur satt að segja verið mjög afhjúpandi. Maður er líka dálítið hissa á fjölmenningarlegu tuði um að þeir sem benda á landlæga ofbeldishneigð og kúgun í múslimaheiminum aðhyllist "staðalímyndir" - hvað sem það nú er? (Ég hélt reyndar að það væri grundvöllur alla vísinda að flokka þekkinguna - þá líklega í einhvers konar "staðalímyndir".) Listamennirnir frægu, Gilbert & George, halda nú sýningu í galleríi í London undir yfirskriftinni Sonofagod Pictures. Þar er meðal annars verk sem heitir Var Jesús gagnkynhneigður? Þar má sjá hangandi kristgervinga og lesa alls kyns klámfengnar áletranir sem tengdar eru við kristna trú. Þetta á sennilega að vera mjög djarft. En eins og Nick Cohen bendir á í The Guardian myndi enginn listamaður þora að gera svona verk um íslam eða spámanninn Múhammeð - hins vegar geta þeir verið nokkuð vissir um að kristnir menn muni ekki brenna galleríið eða hakka þá í spað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Það er stundum erfitt að að eiga við góðmennskuna þegar hún gengur ut í öfgar. Maður getur varla andmælt henni án þess að líta út eins og fól. En mér finnst að það sé hérumbil mál fyrir barnaverndayfirvöld þegar ung börn eru látin leika í auglýsingum um kynferðislegt ofbeldi. Þetta er liður í herferð félagsskapar sem nefnist Blátt áfram og tengist Ungmennafélagi Íslands. Auðvitað er rétt að vera á verði gagnvart kynferðislegu ofbeldi, og ekki síst þegar það beinist gegn börnum, en þessi barátta hefur tilhneigingu til að taka á sig öfgafullar myndir og stundum ógeðfelldar. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið - það er ekki allt heimilt þótt menn telji sig hafa réttlátan málstað. Ég nefni til dæmis að ég er nokkuð efins um fréttaskýringu NFS frá því í gær þar sem meintir öfuguggar voru leiddir í gildru - og allt sýnt í sjónvarpinu. Þar var farið út á ystu nöf í því sem fjölmiðlar geta leyft sér. --- --- --- Samtökin Blátt áfram gáfu út bækling í fyrra þar sem var staðhæft að fimmta hver telpa á Íslandi yrði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þegar var gengið á útgefendur bæklingsins viðurkenndu þeir að þessar tölur byggðu á hæpnum forsendum - væru eiginlega út í bláinn. Í dag var svo viðtal við talskonu Blátt áfram á NFS. Þar endurtók hún þessar tölur, fullyrti að fimmta hver stúlka yrði fyrir kynferðislegu ofbeldi, breytti þvínæst aðeins um og sagði að það væri sjötta hver - en var að lokum farin að segja að hún myndi þetta í rauninni ekki. Allt í einni setningu. Í viðtalinu sagði talskonan einnig að þyrfti að fræða börn í leikskólum um kynferðislegt ofbeldi. Nei, takk - segi ég. Eigum við að fara að ala leikskólabörn upp í tortryggni og hræðslu gagnvart fullorðnum karlmönnum? Ég á dreng á leikskólaaldri og ef ég frétti af því að ætti að fara að ræða við hann um svona mál, þá myndi ég undireins taka hann úr skólanum. --- --- --- Mér er alveg fyrirmunað að skilja að ekki megi fara uppboðsleið þegar einbýlishúsalóðir eiga í hlut. Allt annað gengur kaupum og sölum í kapítalísku þjóðfélagi - ég man satt að segja eftir neinu sem er ókeypis. Þegar íbúðir eða hús eiga í hlut þarf maður að borga upp í topp og þá skilur svo sannarlega á milli þeirra sem eru ríkir og þeirra sem hafa lægri tekjur. Ég get ekki látið mig dreyma um að eignast einbýlishús á Fjólugötu, en sumir eiga tvö. Hvers vegna á að gilda eitthvað annað fyrirkomulag um byggingalóðir? Hví þykir mörgum sjálfsagt að taka upp happdættisfyrirkomulag þegar þær eiga í hlut - eða jafnvel einhvers konar sósíalisma? --- --- --- Viðbrögð Vesturlanda í skopmyndamálinu stjórnast ekki síst af ótta og hugleysi. En það er ekki hægt að halda áfram að berja höfðinu við steininn þegar kemur í ljós að 40 prósent múslima í Bretlandi segjast kjósa sharialög. Málið hefur satt að segja verið mjög afhjúpandi. Maður er líka dálítið hissa á fjölmenningarlegu tuði um að þeir sem benda á landlæga ofbeldishneigð og kúgun í múslimaheiminum aðhyllist "staðalímyndir" - hvað sem það nú er? (Ég hélt reyndar að það væri grundvöllur alla vísinda að flokka þekkinguna - þá líklega í einhvers konar "staðalímyndir".) Listamennirnir frægu, Gilbert & George, halda nú sýningu í galleríi í London undir yfirskriftinni Sonofagod Pictures. Þar er meðal annars verk sem heitir Var Jesús gagnkynhneigður? Þar má sjá hangandi kristgervinga og lesa alls kyns klámfengnar áletranir sem tengdar eru við kristna trú. Þetta á sennilega að vera mjög djarft. En eins og Nick Cohen bendir á í The Guardian myndi enginn listamaður þora að gera svona verk um íslam eða spámanninn Múhammeð - hins vegar geta þeir verið nokkuð vissir um að kristnir menn muni ekki brenna galleríið eða hakka þá í spað.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun