Sirrý í Ísland í bítið 8. febrúar 2006 21:05 Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heimis í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar. Það þarf vart að kynna Sigríði til sögunnar. Hún hefur um árabil starfað við fjölmiðla á Íslandi og komið þar óvenju víða við. Kunnust eru hún að öllum líkindum fyrir spjallþátt sinn Sirrý - sem ítrekað var tilnefndur til Eddu-verðlauna. Þátturinn var í loftinu í 5 ár en áður en hann hóf göngu sína gat Sigríður sér gott orð sem ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu hér á árum áður. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum spennandi verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið. Ísland í bítið er fyrsti og eini íslenski morgunþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi á virkum dögum. Allt síðan Stöð 2 braut blað í sögu íslensks sjónvarps með því að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi árið 1999 hefur Ísland í bítið skipað fastan sess í lífsmynstri fjölda landsmanna. Ísland í bítið er fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni í landinu. Umfjöllun um allt milli himins og jarðar; matur, ráðgjöf, umræða, tíska, stjórnmál og gamanmál. Fréttir á heila og hálfa tímanum. Ísland í bítið er sent í opinni dagskrá út á NFS og Stöð 2 alla virka morgna klukkan 6:58 - 9:00. Póstfang þáttarins er bitid@stod2.is. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heimis í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar. Það þarf vart að kynna Sigríði til sögunnar. Hún hefur um árabil starfað við fjölmiðla á Íslandi og komið þar óvenju víða við. Kunnust eru hún að öllum líkindum fyrir spjallþátt sinn Sirrý - sem ítrekað var tilnefndur til Eddu-verðlauna. Þátturinn var í loftinu í 5 ár en áður en hann hóf göngu sína gat Sigríður sér gott orð sem ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu hér á árum áður. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum spennandi verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið. Ísland í bítið er fyrsti og eini íslenski morgunþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi á virkum dögum. Allt síðan Stöð 2 braut blað í sögu íslensks sjónvarps með því að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi árið 1999 hefur Ísland í bítið skipað fastan sess í lífsmynstri fjölda landsmanna. Ísland í bítið er fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni í landinu. Umfjöllun um allt milli himins og jarðar; matur, ráðgjöf, umræða, tíska, stjórnmál og gamanmál. Fréttir á heila og hálfa tímanum. Ísland í bítið er sent í opinni dagskrá út á NFS og Stöð 2 alla virka morgna klukkan 6:58 - 9:00. Póstfang þáttarins er bitid@stod2.is.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira