Blýárin, Róska og Berlusconi 7. febrúar 2006 15:12 Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið heimildarþátt um listakonuna og róttæklinginn Rósku. Þetta var merkileg mynd, þótt dálítið væri hún tætingsleg. Aðallega var fjallað um tímann þegar Róska dvaldi á Ítalíu, mikil umbrotatár um og upp úr 1970. Þetta er tímabil í sögu Ítalíu sem er kallað anni di piombo - blýárin - og einkenndist af hryðjuverkum vinstri og hægri öfgahópa, starfsemi leynifélaga og mikilli spillingu í röðum stjórnmálamanna og lögreglu. Maður þóttist alltaf vita að Róska hefði verið innundir hjá harðasta kjarna róttæklinganna á Ítalíu. Hér heima voru sögusagnir um að hún tengdist Rauðu herdeildunum, einhverjum virkustu hryðjuverkasamtökum í vestrænu ríki. Úr þessu var ekki skorið í myndinni, en sögð saga af því að Manrico, kærasti Rósku, hafi geymt byssur í poka uppi á þaki. Vinstri róttæknin á Ítalíu er að sumu leyti heillandi - ekki síst af því hún endaði svo illa. Margir lögðust í terrorisma, fóru að ræna banka og koma fyrir sprengjum, voru svo drepnir eða lentu í löngu fangelsi. Hluti hreyfingarinnar flækti sér í fáránlegar deilur um marxíska teoríu, hvernig byltingin myndi nú eiginlega verða. Svo voru þeir sem stunduðu það sem má kalla heróín-róttækni; dópið var út um allt í borgum Ítalíu á þessum tíma. Það er óhugnanlegt að heyra hversu margir úr hópi samherja Rósku eru dánir fyrir aldur fram. --- --- --- Sjálfur kom ég fyrst til Ítalíu vorið 1978, var að ferðast á puttanum eins og kjáni. Vissi ekkert hvað ég var að ana út í, en þegar ég var kominn suður yfir Alpafjöllin frá Austurríki fann ég að ríkti nánast stríðsástand í landinu. Ég varð vitni að því þegar kom til skotbardaga á torgi í borginni Udine. Vegfarendur köstuðu sér niður eða leituðu skjóls bak við veggi - svo var það bara búið, allir héldu sína leið. Þegar kom til Rómar voru lögreglumenn með vélbyssur út um allt. Allt snerist um þennan stjórnmálamann sem hafði verið rænt - Aldo Moro. Ég hafði engan áhuga á pólitík, las aldrei blöðin - var aðallega á söfnum og tónleikum. En maður skynjaði spennuna og hatrið. Á kaffihúsunum í Trastevere gat maður ekki farið á klósett án þess að fá lykil hjá veitingamanninum. Hann skoðaði mann hátt og lágt til að ganga úr skugga um hvort maður ætlaði að fara að sprauta sig. --- --- --- Á þessum árum var ennþá talsverður kraftur í ítalskri menningu. Pasolini var nýlátinn, Fellini, Antonioni, Visconti, Bertolucci og Sergio Leone voru enn að gera kvikmyndir - þessir miklu meistarar ítalskrar kvikmyndagerðar. Síðan hefur hún nánast liðið undir lok. Ítalía er ef til vill það land sem verst hefur farið út úr sjónvarpsmenningu nútímans; sjónvarpið þar dælir út úr sér leikjaþáttum, sölumennsku og sápum allan sólarhringinn. Það eina sem er metnaðarfullt í ítölsku sjónvarpi er aflitunin á öllum fölsku blondínunum sem þar koma fram. Síðast þegar ég fór til Ítalíu, í hittifyrra, hafði ég með mér bók sem heitir The Dark Heart of Italy. Það er sagt að Silvio Berlusconi forsætisráðherra sé mjög í nöp við þetta rit og höfund þess, Bretann Tobias Jones. Vottur af fári gegn Bretlandi braust út þegar bókin kom út - þótt ekki væri kveikt í sendiráðum. Jones er hrifinn af lífsnautninni sem einkennir ítalska menningu og áherslu Ítala á hið sjónræna; þessari sérstæðu sýndarmennsku sem er ríkur þáttur í mannlifinu á Ítalíu. En hann lýsir líka landi þar sem kúltur fólksins er í andaslitrunum, þar sem flestir eru hættir að lesa bækur, þar sem ríkir óskapleg einsleitni í hugarfari og tísku - og mikil hræðsla við að skera sig úr fjöldanum. --- --- --- Níutíu prósent af sjónvarpinu er í höndum Berlusconis sem sameinar það á furðulegan hátt að vera stjórnmálamaður að vestrænum hætti, lýðforingi í anda Mússolínis, ríkasti maður landsins, skúrkur, sjarmör og trúður, eigandi stærsta fótboltaliðsins og afþreyingariðnaðarins nánast eins og hann leggur sig. Þetta er maðurinn sem Economist sagði fyrir síðustu kosningar á Ítalíu að væri ekki hæfur til að stjórna neinu landi. Berlusconi hefur aldeilis sannað það; hann hefur verið á fullu að setja lög til að vernda sjálfan sig og hagsmuni sína. Meira að segja Chiampi forseti Ítalíu, sem þykir enginn skörungur, hefur talað um "gróf stjórnarskrárbrot" í því sambandi. Nú freistar Berlusconi þess að ná endurkjöri. Hann hefur lýst því yfir að hann sé kominn í kynlífsbindindi til að ná þessu markmiði. Það kann að vera kærkomin hvíld fyrir frú Berlusconi - manni finnst að allir aðrir ættu að hlæja, en með þessu nær Berlusconi enn einu sinni athyglinni. Aftur kemur maður að ítölsku sýndarmennskunni. En þetta er ójafn leikur. Það var reiknað út að á hálfum mánuði nú í aðdraganda kosninganna hefði Berlusconi fengið sem nemur þremur og hálfum tíma á stærstu sjónvarpsstöðvunum meðan keppinautur hans Romano Prodi fékk átta mínútur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið heimildarþátt um listakonuna og róttæklinginn Rósku. Þetta var merkileg mynd, þótt dálítið væri hún tætingsleg. Aðallega var fjallað um tímann þegar Róska dvaldi á Ítalíu, mikil umbrotatár um og upp úr 1970. Þetta er tímabil í sögu Ítalíu sem er kallað anni di piombo - blýárin - og einkenndist af hryðjuverkum vinstri og hægri öfgahópa, starfsemi leynifélaga og mikilli spillingu í röðum stjórnmálamanna og lögreglu. Maður þóttist alltaf vita að Róska hefði verið innundir hjá harðasta kjarna róttæklinganna á Ítalíu. Hér heima voru sögusagnir um að hún tengdist Rauðu herdeildunum, einhverjum virkustu hryðjuverkasamtökum í vestrænu ríki. Úr þessu var ekki skorið í myndinni, en sögð saga af því að Manrico, kærasti Rósku, hafi geymt byssur í poka uppi á þaki. Vinstri róttæknin á Ítalíu er að sumu leyti heillandi - ekki síst af því hún endaði svo illa. Margir lögðust í terrorisma, fóru að ræna banka og koma fyrir sprengjum, voru svo drepnir eða lentu í löngu fangelsi. Hluti hreyfingarinnar flækti sér í fáránlegar deilur um marxíska teoríu, hvernig byltingin myndi nú eiginlega verða. Svo voru þeir sem stunduðu það sem má kalla heróín-róttækni; dópið var út um allt í borgum Ítalíu á þessum tíma. Það er óhugnanlegt að heyra hversu margir úr hópi samherja Rósku eru dánir fyrir aldur fram. --- --- --- Sjálfur kom ég fyrst til Ítalíu vorið 1978, var að ferðast á puttanum eins og kjáni. Vissi ekkert hvað ég var að ana út í, en þegar ég var kominn suður yfir Alpafjöllin frá Austurríki fann ég að ríkti nánast stríðsástand í landinu. Ég varð vitni að því þegar kom til skotbardaga á torgi í borginni Udine. Vegfarendur köstuðu sér niður eða leituðu skjóls bak við veggi - svo var það bara búið, allir héldu sína leið. Þegar kom til Rómar voru lögreglumenn með vélbyssur út um allt. Allt snerist um þennan stjórnmálamann sem hafði verið rænt - Aldo Moro. Ég hafði engan áhuga á pólitík, las aldrei blöðin - var aðallega á söfnum og tónleikum. En maður skynjaði spennuna og hatrið. Á kaffihúsunum í Trastevere gat maður ekki farið á klósett án þess að fá lykil hjá veitingamanninum. Hann skoðaði mann hátt og lágt til að ganga úr skugga um hvort maður ætlaði að fara að sprauta sig. --- --- --- Á þessum árum var ennþá talsverður kraftur í ítalskri menningu. Pasolini var nýlátinn, Fellini, Antonioni, Visconti, Bertolucci og Sergio Leone voru enn að gera kvikmyndir - þessir miklu meistarar ítalskrar kvikmyndagerðar. Síðan hefur hún nánast liðið undir lok. Ítalía er ef til vill það land sem verst hefur farið út úr sjónvarpsmenningu nútímans; sjónvarpið þar dælir út úr sér leikjaþáttum, sölumennsku og sápum allan sólarhringinn. Það eina sem er metnaðarfullt í ítölsku sjónvarpi er aflitunin á öllum fölsku blondínunum sem þar koma fram. Síðast þegar ég fór til Ítalíu, í hittifyrra, hafði ég með mér bók sem heitir The Dark Heart of Italy. Það er sagt að Silvio Berlusconi forsætisráðherra sé mjög í nöp við þetta rit og höfund þess, Bretann Tobias Jones. Vottur af fári gegn Bretlandi braust út þegar bókin kom út - þótt ekki væri kveikt í sendiráðum. Jones er hrifinn af lífsnautninni sem einkennir ítalska menningu og áherslu Ítala á hið sjónræna; þessari sérstæðu sýndarmennsku sem er ríkur þáttur í mannlifinu á Ítalíu. En hann lýsir líka landi þar sem kúltur fólksins er í andaslitrunum, þar sem flestir eru hættir að lesa bækur, þar sem ríkir óskapleg einsleitni í hugarfari og tísku - og mikil hræðsla við að skera sig úr fjöldanum. --- --- --- Níutíu prósent af sjónvarpinu er í höndum Berlusconis sem sameinar það á furðulegan hátt að vera stjórnmálamaður að vestrænum hætti, lýðforingi í anda Mússolínis, ríkasti maður landsins, skúrkur, sjarmör og trúður, eigandi stærsta fótboltaliðsins og afþreyingariðnaðarins nánast eins og hann leggur sig. Þetta er maðurinn sem Economist sagði fyrir síðustu kosningar á Ítalíu að væri ekki hæfur til að stjórna neinu landi. Berlusconi hefur aldeilis sannað það; hann hefur verið á fullu að setja lög til að vernda sjálfan sig og hagsmuni sína. Meira að segja Chiampi forseti Ítalíu, sem þykir enginn skörungur, hefur talað um "gróf stjórnarskrárbrot" í því sambandi. Nú freistar Berlusconi þess að ná endurkjöri. Hann hefur lýst því yfir að hann sé kominn í kynlífsbindindi til að ná þessu markmiði. Það kann að vera kærkomin hvíld fyrir frú Berlusconi - manni finnst að allir aðrir ættu að hlæja, en með þessu nær Berlusconi enn einu sinni athyglinni. Aftur kemur maður að ítölsku sýndarmennskunni. En þetta er ójafn leikur. Það var reiknað út að á hálfum mánuði nú í aðdraganda kosninganna hefði Berlusconi fengið sem nemur þremur og hálfum tíma á stærstu sjónvarpsstöðvunum meðan keppinautur hans Romano Prodi fékk átta mínútur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun