Bað Ögmund að gæta orða sinna 6. febrúar 2006 22:30 MYND/GVA Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. Deilan spratt í tengslum við fyrirspurn Ögmundar til dómsmálaráðherra um svokallaða greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem til stendur að setja á stofn og er meðal annars ætlað að rannsaka landráð. Ögmundur sagði að skírskotun í landráð væri í að minnsta kosti þremur lagabálkum og vísaði meðal annars til lagaákvæða í hegningarlögum um að saknæmt sé ef maður geri samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tilrækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess. „Getur verið að óvinir og hugsanlegir brotamenn í þessum efnum sitji við stjórn ríkisins. Og ég er til dæmis að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu íslensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og þá er ég að vísa að sjálfsögðu í Afganistan og Írak," sagði Ögmundur. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bað þá Ögmund að gæta orða sinna. Ögmundur spurðiþáhvers vegna forseti gerði athugasemd við orðalag hans. Sólveig svaraði því til að forseti hefði það fyrir reglu að biðja þingmenn um að gæta orða sinna ef hann teldi ástæðu til, til þess að gæta að góðri reglu á þinginu og haga orðum sínum á þann hátt það væri til sóma. Hún gæti ekki betur heyrt en að Ögmundur væri að tala um landráð í sambandi við stjórnvöld. Ögmundur kom þá aftur í pontu og sagðist mundu taka ábyrgð á sínum orðum. Sólveig svaraði því þá til að forseti stjórnaði þinghaldi og áminnti þingmenn hann teldi þörf á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. Deilan spratt í tengslum við fyrirspurn Ögmundar til dómsmálaráðherra um svokallaða greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem til stendur að setja á stofn og er meðal annars ætlað að rannsaka landráð. Ögmundur sagði að skírskotun í landráð væri í að minnsta kosti þremur lagabálkum og vísaði meðal annars til lagaákvæða í hegningarlögum um að saknæmt sé ef maður geri samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tilrækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess. „Getur verið að óvinir og hugsanlegir brotamenn í þessum efnum sitji við stjórn ríkisins. Og ég er til dæmis að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu íslensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og þá er ég að vísa að sjálfsögðu í Afganistan og Írak," sagði Ögmundur. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bað þá Ögmund að gæta orða sinna. Ögmundur spurðiþáhvers vegna forseti gerði athugasemd við orðalag hans. Sólveig svaraði því til að forseti hefði það fyrir reglu að biðja þingmenn um að gæta orða sinna ef hann teldi ástæðu til, til þess að gæta að góðri reglu á þinginu og haga orðum sínum á þann hátt það væri til sóma. Hún gæti ekki betur heyrt en að Ögmundur væri að tala um landráð í sambandi við stjórnvöld. Ögmundur kom þá aftur í pontu og sagðist mundu taka ábyrgð á sínum orðum. Sólveig svaraði því þá til að forseti stjórnaði þinghaldi og áminnti þingmenn hann teldi þörf á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira