Augun beinast að eigendum DV 10. janúar 2006 19:51 Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun
Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun