The Sweet Escape - ein stjarna 31. desember 2006 14:00 Önnur breiðskífa Gwen Stefani eru hrein og klár vonbrigði. Inniheldur hvorki grípandi lög né ferska strauma. Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir. En ef lögin eru aðlöguð eldri stílum á smekklegan hátt er ég fljótur að fyrirgefa listamanninum þrátt fyrir að hann leiði mann inn í kunnulegan hljóðheim. Flutningur þarf svo að vera sjarmerandi. Mér er svo sem skítsama hvort söngvarinn eða spilamennskan sé ekki sú besta í heimi, eins lengi og hún ber vott af þessum óútskýranlega sjarma sem hvorki er hægt að læra né kaupa. Með öðrum orðum þá krefst ég þess af poppi að það færi mér eitthvað nýtt, sama í hvaða formi það er. Gwen Stefani hefur ótrúlega fallega áru yfir sér. Virkar skapandi og kraftmikil kona með aðgang að brunninum sem færir þeim er drekka eilífa æsku. Hún hefur ekki bara frábæra rödd, heldur er hún afbragðs flytjandi og full af kynþokka. Með No Doubt blómstraði hún og sæmilega sóló frumraun hennar færði henni nokkra ágætis slagara. Þess vegna gæti þessi fylgifiskur Love, Angel, Music, Baby ekki verið meiri vonbrigði. Það er ekkert nýtt né spennandi við þessa plötu. Allur sjarmi Gwen Stefani getur ómögulega bætt upp fyrir slagaraleysið og það almenna andleysi sem svífur yfir þessari plötu. Hún er greinilega unnin í miklu flýti og frekar farið eftir útþunnum formúlum í stað þess að fanga þann lífsneista sem Gwen virðist innihalda. Ballöðurnar minna mig óþægilega mikið á Debbie Gibson (sem var arfaslöpp tilraun níunda áratugarins að búa til táningsstjörnu á við Britney Spears) og „hressu” lögin missa marks og það sem á að vera barnalegur sjarmi verður hallærislegt. Pharrell lagið Yummy er besta efnið í slagara, en það hljómar samt óþægilega kunnulega. Eins og afgangslag af plötu NERD eða The Neptunes. Ástæðan fyrir því að ég gef þessari plötu lægstu mögulegu einkunn er af virðingu við listamann sem ég hef tröllatrú á. Gwen Stefani er meistari í sinni iðju, en þessi plata er eins langt frá því að vera meistaraverk og hugsast getur. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir. En ef lögin eru aðlöguð eldri stílum á smekklegan hátt er ég fljótur að fyrirgefa listamanninum þrátt fyrir að hann leiði mann inn í kunnulegan hljóðheim. Flutningur þarf svo að vera sjarmerandi. Mér er svo sem skítsama hvort söngvarinn eða spilamennskan sé ekki sú besta í heimi, eins lengi og hún ber vott af þessum óútskýranlega sjarma sem hvorki er hægt að læra né kaupa. Með öðrum orðum þá krefst ég þess af poppi að það færi mér eitthvað nýtt, sama í hvaða formi það er. Gwen Stefani hefur ótrúlega fallega áru yfir sér. Virkar skapandi og kraftmikil kona með aðgang að brunninum sem færir þeim er drekka eilífa æsku. Hún hefur ekki bara frábæra rödd, heldur er hún afbragðs flytjandi og full af kynþokka. Með No Doubt blómstraði hún og sæmilega sóló frumraun hennar færði henni nokkra ágætis slagara. Þess vegna gæti þessi fylgifiskur Love, Angel, Music, Baby ekki verið meiri vonbrigði. Það er ekkert nýtt né spennandi við þessa plötu. Allur sjarmi Gwen Stefani getur ómögulega bætt upp fyrir slagaraleysið og það almenna andleysi sem svífur yfir þessari plötu. Hún er greinilega unnin í miklu flýti og frekar farið eftir útþunnum formúlum í stað þess að fanga þann lífsneista sem Gwen virðist innihalda. Ballöðurnar minna mig óþægilega mikið á Debbie Gibson (sem var arfaslöpp tilraun níunda áratugarins að búa til táningsstjörnu á við Britney Spears) og „hressu” lögin missa marks og það sem á að vera barnalegur sjarmi verður hallærislegt. Pharrell lagið Yummy er besta efnið í slagara, en það hljómar samt óþægilega kunnulega. Eins og afgangslag af plötu NERD eða The Neptunes. Ástæðan fyrir því að ég gef þessari plötu lægstu mögulegu einkunn er af virðingu við listamann sem ég hef tröllatrú á. Gwen Stefani er meistari í sinni iðju, en þessi plata er eins langt frá því að vera meistaraverk og hugsast getur. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira