So Divided - þrjár stjörnur 29. desember 2006 11:30 So Divided ... And You Will Know Us By the Trail of Dead. Ekki beint vonbrigði en Trail of Dead á enn mikið inni. Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira