So Divided - þrjár stjörnur 29. desember 2006 11:30 So Divided ... And You Will Know Us By the Trail of Dead. Ekki beint vonbrigði en Trail of Dead á enn mikið inni. Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira