Víða sýningarlok 29. desember 2006 16:30 Ómar Stefánsson í vinnustofu sinni Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Sýningu Rúnu lýkurStór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: þann 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastellitum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Spessi tekur niðurÍ aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýningunni eru úr bókinni Locations sem kom útfyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðru vísi en verk flestra annarra. Spessi nálgast myndefni sitt af varúð og leitast umfram allt við að halda hlutleysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifréttaljósmyndanna og hægt er að komast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofunniÍ kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ - rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kallar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“; Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 i dag og á morgun. Kvosin og FeninÍ Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og myndbandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðarmótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Gallerí Úlfi á Baldursgötu frá 9. desember sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðustígnum er sýning Ómars Stefánssonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Cafe Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Sýningu Rúnu lýkurStór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: þann 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastellitum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Spessi tekur niðurÍ aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýningunni eru úr bókinni Locations sem kom útfyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðru vísi en verk flestra annarra. Spessi nálgast myndefni sitt af varúð og leitast umfram allt við að halda hlutleysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifréttaljósmyndanna og hægt er að komast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofunniÍ kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ - rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kallar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“; Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 i dag og á morgun. Kvosin og FeninÍ Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og myndbandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðarmótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Gallerí Úlfi á Baldursgötu frá 9. desember sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðustígnum er sýning Ómars Stefánssonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Cafe Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira