Menn eru svona og svona 29. desember 2006 14:00 Einar Kárason Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Landnámssetrið varð til í Borgarnesi að frumkvæði Kjartans Ragnarssonar, leikstjóra og leikritaskálds, og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, leikstjóra og fréttakonu. Þar hafa þegar verið settar upp nokkrar sýningar, en tilgangurinn með setrinu er að segja sögu landnáms hér á landi með sýningahaldi og lifandi sagnahefð íslenskra fornbókmennta. Saga KK er með vissum hætti ný Íslendingasaga: Einar segist hafa dregið fjölskyldusögu hans og þeirra systkina aðallega upp úr bróður hans og hún sé miklu lengri í bókinni en hún verður þennan klukkutíma sem Einar stendur fyrir í Setrinu. Um annan klukkutíma til sér KK, en þar bætir í sögu Einars að nú heyra menn tóndæmi, lög og stef úr þroskasögu KK. Sagan hefst þegar foreldra KK taka sig upp og flytja til Ameríku 1956 og henni lýkur tveimur áratugum síðar þegar KK snýr heim. Þeir sem kunnugir eru hinni makalausu skráningu Einars á þessari örlagasögu þurfa ekki að lesa meir, hinir sem ekki þekkja söguna geta kynnt sér hana af verki þeirra félaga, Þangað sem vindurinn blæs, eða skundað í Borgarnes og heyrt stuttu gerðina í flutningi þeirra félaga. Landnámssetrið er í tveimur samtengdum gömlum húsum í Borgarnesi, Pakkhúsinu sem er frá aldamótunum 1900 sem var geymsla fyrir verslun Jóns á Akri, og Búðarkletti sem var verslunarhús Jóns. Þar eru veitingasalir. Í tengslum við veitingareksturinn og sýningarsali um landnám Skallagríms er aðstaða til minni leiksýninga: þar sýndi Benedikt Erlingsson Egils sögu sína fyrir fullu húsi fram eftir hausti og er væntanlegur aftur að vori, en þangað til munu sagnamenn af guðs náð, KK og Einar Kárason, verma beð og hjörtu með list sinni. KK Kristján Kristjánsson, söngvari og tónlistarmaður. . Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Landnámssetrið varð til í Borgarnesi að frumkvæði Kjartans Ragnarssonar, leikstjóra og leikritaskálds, og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, leikstjóra og fréttakonu. Þar hafa þegar verið settar upp nokkrar sýningar, en tilgangurinn með setrinu er að segja sögu landnáms hér á landi með sýningahaldi og lifandi sagnahefð íslenskra fornbókmennta. Saga KK er með vissum hætti ný Íslendingasaga: Einar segist hafa dregið fjölskyldusögu hans og þeirra systkina aðallega upp úr bróður hans og hún sé miklu lengri í bókinni en hún verður þennan klukkutíma sem Einar stendur fyrir í Setrinu. Um annan klukkutíma til sér KK, en þar bætir í sögu Einars að nú heyra menn tóndæmi, lög og stef úr þroskasögu KK. Sagan hefst þegar foreldra KK taka sig upp og flytja til Ameríku 1956 og henni lýkur tveimur áratugum síðar þegar KK snýr heim. Þeir sem kunnugir eru hinni makalausu skráningu Einars á þessari örlagasögu þurfa ekki að lesa meir, hinir sem ekki þekkja söguna geta kynnt sér hana af verki þeirra félaga, Þangað sem vindurinn blæs, eða skundað í Borgarnes og heyrt stuttu gerðina í flutningi þeirra félaga. Landnámssetrið er í tveimur samtengdum gömlum húsum í Borgarnesi, Pakkhúsinu sem er frá aldamótunum 1900 sem var geymsla fyrir verslun Jóns á Akri, og Búðarkletti sem var verslunarhús Jóns. Þar eru veitingasalir. Í tengslum við veitingareksturinn og sýningarsali um landnám Skallagríms er aðstaða til minni leiksýninga: þar sýndi Benedikt Erlingsson Egils sögu sína fyrir fullu húsi fram eftir hausti og er væntanlegur aftur að vori, en þangað til munu sagnamenn af guðs náð, KK og Einar Kárason, verma beð og hjörtu með list sinni. KK Kristján Kristjánsson, söngvari og tónlistarmaður. .
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira