Úthlutað úr sjóði Karls 29. desember 2006 16:00 Karl Sighvatsson Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tvígang efnt til tónleikahalds sjóðnum til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tvígang efnt til tónleikahalds sjóðnum til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar.
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira