Vagga nýrrar tónlistar 21. desember 2006 15:30 Gaukur á stöng margar hljómsveitir hafa stigið sína fyrstu skref þar síðan á 9. áratugnum. Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað. „Mér skilst að þetta verði síðustu tónleikarnir á Gauknum í bili, sem er bara hræðilegt," segir Beggi Dan, söngvari Shadow Parade, sem segir að Gaukurinn sé einn af fáum vettvöngum fyrir nýjar hljómsveitir að hasla sér völl í bransanum. „Þetta er eiginlega eini staðurinn þar sem það er allt til alls, til dæmis hljóðkerfi sem er rándýrt að leigja. Annars eru menn bara að spila á litlum búllum en þarna komast fleiri að og þetta verða meiri tónleikar fyrir vikið." Beggi Dan hefur spilað margoft á Gauknum og segir stemninguna þar góða. „Það er rokk og ról-andi þarna og eiginlega okkar heimavöllur. Gaukurinn er þrepi ofar en aðrir staðir og gegnir í rauninni mikilvægu hlutverki í nýliðun í íslensku tónlistarlífi, því þarna hafa ófáir hljómsveitir stigið á svið í fyrsta sinn og fengið dýrmæta reynslu. Það vantar líka bara almennilega tónleikastaði í borgina." Gaukur á Stöng er einn rótgrónasti skemmtistaður borgarinnar og vinsæll tónleikastaður allt frá 9. áratugnum. Herbert Guðmundsson var meðal þeirra sem tróð þar upp í árdaga Gauksins. „Mér fyndist það mikil synd ef tónleikahald legðist af á Gauknum. Þetta hefur verið vagga nýrra tónlistar á Íslandi í svo mörg ár." Gaukurinn er þó ekki aðeins heimavöllur rokkara, því sveitaballahljómsveitirnar svokölluðu hafa líka átt þar athvarf. „Ég hef ekki tölu á hvað ég hef spilað oft þarna," segir Gunnar Ólason, forsöngvari Skítamórals. „Ég spilaði þarna fyrst fyrir réttum tíu árum og hef troðið þarna upp reglulega síðan. „Þetta er staður sem á sér mjög langa sögu og þarna hafa heilmargir tónlistarmenn geta komið ár sinni fyrir borð." Eins og með svo margt snýst málið um peninga en Gunnar kveðst handviss um að hægt sé að reka Gaukinn með arði. „Ég skora á framsýna athafnamenn að endurreisa Gaukinn í sinni fyrri mynd. Það er hægt að gera fullt af góðum hlutum þarna. Það erum að gera að halda þessu flaggskipi gangandi."bergsteinn@frettabladid.is Shadow Parade leika á því sem virðast ætla að verða síðustu tónleikarnir á Gauki á Stöng í vili. . Gunnar Ólason hefur troðið upp reglulega á Gauknum í tíu ár. . Herbert Guðmundsson spilaði á Gauknum í upphafi ferilsins og finnst það synd ef honum verður lokað. . Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað. „Mér skilst að þetta verði síðustu tónleikarnir á Gauknum í bili, sem er bara hræðilegt," segir Beggi Dan, söngvari Shadow Parade, sem segir að Gaukurinn sé einn af fáum vettvöngum fyrir nýjar hljómsveitir að hasla sér völl í bransanum. „Þetta er eiginlega eini staðurinn þar sem það er allt til alls, til dæmis hljóðkerfi sem er rándýrt að leigja. Annars eru menn bara að spila á litlum búllum en þarna komast fleiri að og þetta verða meiri tónleikar fyrir vikið." Beggi Dan hefur spilað margoft á Gauknum og segir stemninguna þar góða. „Það er rokk og ról-andi þarna og eiginlega okkar heimavöllur. Gaukurinn er þrepi ofar en aðrir staðir og gegnir í rauninni mikilvægu hlutverki í nýliðun í íslensku tónlistarlífi, því þarna hafa ófáir hljómsveitir stigið á svið í fyrsta sinn og fengið dýrmæta reynslu. Það vantar líka bara almennilega tónleikastaði í borgina." Gaukur á Stöng er einn rótgrónasti skemmtistaður borgarinnar og vinsæll tónleikastaður allt frá 9. áratugnum. Herbert Guðmundsson var meðal þeirra sem tróð þar upp í árdaga Gauksins. „Mér fyndist það mikil synd ef tónleikahald legðist af á Gauknum. Þetta hefur verið vagga nýrra tónlistar á Íslandi í svo mörg ár." Gaukurinn er þó ekki aðeins heimavöllur rokkara, því sveitaballahljómsveitirnar svokölluðu hafa líka átt þar athvarf. „Ég hef ekki tölu á hvað ég hef spilað oft þarna," segir Gunnar Ólason, forsöngvari Skítamórals. „Ég spilaði þarna fyrst fyrir réttum tíu árum og hef troðið þarna upp reglulega síðan. „Þetta er staður sem á sér mjög langa sögu og þarna hafa heilmargir tónlistarmenn geta komið ár sinni fyrir borð." Eins og með svo margt snýst málið um peninga en Gunnar kveðst handviss um að hægt sé að reka Gaukinn með arði. „Ég skora á framsýna athafnamenn að endurreisa Gaukinn í sinni fyrri mynd. Það er hægt að gera fullt af góðum hlutum þarna. Það erum að gera að halda þessu flaggskipi gangandi."bergsteinn@frettabladid.is Shadow Parade leika á því sem virðast ætla að verða síðustu tónleikarnir á Gauki á Stöng í vili. . Gunnar Ólason hefur troðið upp reglulega á Gauknum í tíu ár. . Herbert Guðmundsson spilaði á Gauknum í upphafi ferilsins og finnst það synd ef honum verður lokað. .
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira