Nostrað við hlustir 18. desember 2006 14:30 Má bjóða þér hljóð? Þóranna Dögg Björnsdóttir skapar hljóðleg hughrif við Hverfisgötuna. Mynd/friðrik örn Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira