Hljómsveitin Amiina hélt á dögunum útgáfutónleika í Tjarnarbíói í tilefni af útkomu smáskífunnar Seoul. Fjöldi tónlistaráhugamanna mætti á staðinn til að hlýða á ómþýða tóna þessarar elskulegu sveitar.
Seoul hefur að geyma tvö lög af fyrstu breiðskífu Amiina sem er væntanleg í febrúar eða mars. Einnig er á smáskífunni lag sem verður ekki á plötunni. Um miðjan mars ætlar Amiina síðan í sex vikna tónleikaferðalag um heiminn til að fylgja plötunni eftir.

.

.