Hátíðlegt við Hagatorg 16. desember 2006 11:00 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari Leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYND/GVA Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleikunum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svokallaðri diplómabraut sem stofnuð var fyrir unga framúrskarandi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mikill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikarans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnuninni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einnig fram nemendur úr Listdansskólanum og dansa við Hnotubrjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klassískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórnandi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleikunum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svokallaðri diplómabraut sem stofnuð var fyrir unga framúrskarandi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mikill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikarans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnuninni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einnig fram nemendur úr Listdansskólanum og dansa við Hnotubrjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klassískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórnandi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira