Trabant snýr aftur með nýtt efni 15. desember 2006 16:00 Trabant hafa ekki spilað í hálft ár og lofa brjáluðu stuði. „Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. . Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. .
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“