Samtal við listasöguna 15. desember 2006 14:15 Friðsemdarmaður frá Abruzzi. Portrettmynd Henri Matisse af Ítalanum Pignatelli sem jafnan var kallaður Bevilacqua. Verkið einkennist af hrjúfri litasamsetningu, hröðum og þykkum pensilstrikum en liturinn byggir upp myndina og dregur fram mikilfengleika fyrirmyndarinnar. Sýningin Frelsun litarins verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Um er að ræða tímamótasýningu á verkum frönsku expressjónistanna, eða fauvistanna, og geta gestir nú í fyrsta sinn barið augum verk málara á borð við Renoir og Matisse hér á landi. Sýningin Frelsun litarins eða Regard Fauve kemur frá Musée des beaux-arts safninu í Bordeaux í Frakklandi í tengslum við menningarhátíðina, POURQUOI PAS? – franskt vor á Íslandi sem íslensk og frönsk stjórnvöld standa að og markar sýningin upphaf hennar sem nokkurs konar forleikur en hátíðin verður sett með formlegum hætti hinn 22. febrúar næstkomandi. Sýningin endurspeglar markvissa söfnun Listasafnsins í Bordeaux á málverkum fauvistanna, og má rekja í henni upphaf og þróun þessarar uppreisnar litarins við lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Er þetta í fyrsta sinn sem verk frá þessu tímabili eru kynnt á sýningu hér á landi. Alls verða 52 verk á sýningunni eftir þrettán listamenn – landslagsmyndir, andlitsmyndir, uppstillingar og módelmyndir. Í tengslum við þessa sýningu efnir Listasafnið til sérstakrar sýningar á verkum Jóns Stefánssonar en hann er eini Íslendingurinn sem lærði hjá málaranum Matisse. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, er sýningarstjóri þeirrar sýningar og útskýrir að franska sýningin hafi gildi á eigin forsendum en einnig fyrir íslenska listasögu. „Jón var nemandi Matisse á árunum 1908-1911 en þar lærði hann fyrst og fremst að meta málarann Cézanne og það sést dálítið á þessari sýningu á verkum hans hér. Við vildum sýna þennan klassíska streng í Jóni því bæði Cézanne og Matisse eru hluti af þessari klassísku hefð. Það er margt í list Jóns sem tengist þessum mönnum bæði beint og óbeint og því varpar franska sýningin ákveðnu ljósi á íslenska myndlist, samhengi, tengingar og viðmið í listasögunni almennt.“ Ólafur áréttar að þessi franska sýning sé í takt við þá samvinnu sem Listasafn Íslands hefur byggt við stór erlend söfn í gegnum árin. „Þetta er gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar starfi að eiga í þessu samtali við alþjóðlega listasögu.“ Í tengslum við sýninguna verður efnt til fræðsluerinda, leiðsagna og fyrirlestrahalds þar sem áhugasamir geta kynnt sér frekar þann bakgrunn og áhrifamátt sem list þessi hafði á heiminn, til dæmis mun Ólafur ræða um Jón Stefánsson og tengsl hans við klassísku myndhefðina næstkomandi sunnudag kl. 14. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins, www.listasafn.is. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands Sýningin „Frelsun litarins“ varpar ákveðnu ljósi á íslenska listasögu. fréttablaðið/gva . Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sýningin Frelsun litarins verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Um er að ræða tímamótasýningu á verkum frönsku expressjónistanna, eða fauvistanna, og geta gestir nú í fyrsta sinn barið augum verk málara á borð við Renoir og Matisse hér á landi. Sýningin Frelsun litarins eða Regard Fauve kemur frá Musée des beaux-arts safninu í Bordeaux í Frakklandi í tengslum við menningarhátíðina, POURQUOI PAS? – franskt vor á Íslandi sem íslensk og frönsk stjórnvöld standa að og markar sýningin upphaf hennar sem nokkurs konar forleikur en hátíðin verður sett með formlegum hætti hinn 22. febrúar næstkomandi. Sýningin endurspeglar markvissa söfnun Listasafnsins í Bordeaux á málverkum fauvistanna, og má rekja í henni upphaf og þróun þessarar uppreisnar litarins við lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Er þetta í fyrsta sinn sem verk frá þessu tímabili eru kynnt á sýningu hér á landi. Alls verða 52 verk á sýningunni eftir þrettán listamenn – landslagsmyndir, andlitsmyndir, uppstillingar og módelmyndir. Í tengslum við þessa sýningu efnir Listasafnið til sérstakrar sýningar á verkum Jóns Stefánssonar en hann er eini Íslendingurinn sem lærði hjá málaranum Matisse. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, er sýningarstjóri þeirrar sýningar og útskýrir að franska sýningin hafi gildi á eigin forsendum en einnig fyrir íslenska listasögu. „Jón var nemandi Matisse á árunum 1908-1911 en þar lærði hann fyrst og fremst að meta málarann Cézanne og það sést dálítið á þessari sýningu á verkum hans hér. Við vildum sýna þennan klassíska streng í Jóni því bæði Cézanne og Matisse eru hluti af þessari klassísku hefð. Það er margt í list Jóns sem tengist þessum mönnum bæði beint og óbeint og því varpar franska sýningin ákveðnu ljósi á íslenska myndlist, samhengi, tengingar og viðmið í listasögunni almennt.“ Ólafur áréttar að þessi franska sýning sé í takt við þá samvinnu sem Listasafn Íslands hefur byggt við stór erlend söfn í gegnum árin. „Þetta er gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar starfi að eiga í þessu samtali við alþjóðlega listasögu.“ Í tengslum við sýninguna verður efnt til fræðsluerinda, leiðsagna og fyrirlestrahalds þar sem áhugasamir geta kynnt sér frekar þann bakgrunn og áhrifamátt sem list þessi hafði á heiminn, til dæmis mun Ólafur ræða um Jón Stefánsson og tengsl hans við klassísku myndhefðina næstkomandi sunnudag kl. 14. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins, www.listasafn.is. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands Sýningin „Frelsun litarins“ varpar ákveðnu ljósi á íslenska listasögu. fréttablaðið/gva .
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira