Algjört prump 15. desember 2006 12:00 Aðdáendur þáttanna geta ekki einu sinni réttlætt sorann á þessari plötu. Tónlistin fer inn um eitt eyrað og út um hitt, eins og gestur sem maður er feginn að kveðja og vill aldrei sjá aftur. Stjörnur: 4 Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt. Hér er á ferðinni dæmigerð rokktónlist með tilheyrandi harðn-eskju, gólum, þungum bassa, krispí trommum, tærum en rifnum gítarriffum og fjöri. Sagt hefur verið að diskurinn hafi verið klár löngu áður en úrslit voru kunn í þættinum, en ég nenni ekki að trúa því. Það er skemmst frá því að segja að þessi diskur er ekki góður. Tónlistin er ótrúlega óspennandi og hafa þessi gömlu rokk-grey greinilega ekki vott af frumleika eftir í blóðinu. Í hljómsveit þar sem allir þurfa að vera stjörnur, er ekki nein liðsheild og það heyrist svo sannarlega í öllum lögum plötunnar, nema kannski laginu Headspin sem verður á köflum einlægt og ákveðið. Útsetningar Gilby Clark eru svo sem mjög fagmannlegar en ekki í takt við neinn almennilegan tíðaranda. Lukas Rossi er leiðindasöngvari. Hann er gjarn á að væla textana sína í stað þess að syngja þá og tilgerðin hreinlega drýpur af honum. Hann minnir mig einna helst á pervisnu geldingana sem sýndir voru í kvikmyndinni Amadeus. Ýmis fólskuleg upptökutækni er notuð við gerð laganna, en útkoman verður einhver ofhlaðinn hræringur. Ekki kaupa þennan disk, plís. Mér líður eins og einhver hafi rekið við í eyrað á mér. Dóri DNA . Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt. Hér er á ferðinni dæmigerð rokktónlist með tilheyrandi harðn-eskju, gólum, þungum bassa, krispí trommum, tærum en rifnum gítarriffum og fjöri. Sagt hefur verið að diskurinn hafi verið klár löngu áður en úrslit voru kunn í þættinum, en ég nenni ekki að trúa því. Það er skemmst frá því að segja að þessi diskur er ekki góður. Tónlistin er ótrúlega óspennandi og hafa þessi gömlu rokk-grey greinilega ekki vott af frumleika eftir í blóðinu. Í hljómsveit þar sem allir þurfa að vera stjörnur, er ekki nein liðsheild og það heyrist svo sannarlega í öllum lögum plötunnar, nema kannski laginu Headspin sem verður á köflum einlægt og ákveðið. Útsetningar Gilby Clark eru svo sem mjög fagmannlegar en ekki í takt við neinn almennilegan tíðaranda. Lukas Rossi er leiðindasöngvari. Hann er gjarn á að væla textana sína í stað þess að syngja þá og tilgerðin hreinlega drýpur af honum. Hann minnir mig einna helst á pervisnu geldingana sem sýndir voru í kvikmyndinni Amadeus. Ýmis fólskuleg upptökutækni er notuð við gerð laganna, en útkoman verður einhver ofhlaðinn hræringur. Ekki kaupa þennan disk, plís. Mér líður eins og einhver hafi rekið við í eyrað á mér. Dóri DNA .
Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira