Peter Boyle látinn 15. desember 2006 13:45 Boyle ásamt Ray Romano og Brad Garett sem léku syni hans í Everybody Loves Raymond. MYND/AP Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri. Boyle lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann fékk heilablóðfall árið 1990 og gat ekki talað í sex mánuði á eftir. Árið 1999 fékk hann síðan hjartaáfall á tökustað Everybody Loves Raymond en náði heilsu aftur skömmu síðar.Hæfileikaríkur leikariBoyle á farsælan feril að baki bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.„Ég er afar sorgmæddur vegna dauða Peters Boyle," sagði Ray Romano, sem leikur aðalhlutverkið í Everybody Loves Raymond. „Hann gaf mér góð ráð og fékk mig alltaf til að hlæja. Það hversu góðum tengslum hann náði við alla í kringum sig kom mér alltaf jafnmikið á óvart. Að hann skuli hafa getað leikið svo sannfærandi durg í þættinum á meðan hann var í raun og veru samúðarfull og yndisleg persóna, sýnir vel hversu hæfileikaríkur hann var," sagði Romano.„Þetta er eins og að missa maka sinn," bætti Doris Roberts, sem lék eiginkonu Boyles í þættinum. Þáttaröðin Everybody Loves Raymond lauk göngu sinni á síðasta ári eftir níu ára sigurgöngu.Farsæll ferillFerill Peters Boyle í kvikmyndunum hafði verið nokkuð glæsilegur áður en hann hóf leik í Everybody Loves Raymond árið 1996. Meðal annars lék hann í hinni sígildu kvikmynd Taxi Driver eftir Martin Scorsese og Joe sem kom út 1970.Í upphafi ferils síns var Boyle jafnan ráðinn í hlutverk ýmiss konar rudda og harðjaxla en sú ímynd rann fljótlega af honum eftir að hann lék í The Candidate á móti Robert Redford og í gamanmyndinni Young Frankenstein eftir Mel Brooks.Á meðal fleiri mynda sem Boyle lék í má nefna voru Johnny Dangerously, The Dream Team, Monster"s Ball, The Santa Clause, The Santa Clause 2 og While You Were Sleeping. Í sjónvarpi vann hann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk sitt í The X-Files árið 1996.Vinur Johns LennonBoyle bjó allt sitt líf í New York með eiginkonu sinni og eignuðust þau tvær dætur saman. Kona hans var góð vinkona Yoko Ono og varð Boyle í kjölfarið náinn vinur Johns Lennon. Var Bítillinn fyrrverandi m.a. svaramaður í brúðkaupi hans. „Við leituðum báðir að sannleikanum og reyndum að finna skjóta leið að því að verða upplýstari manneskjur," sagði Boyle eitt sinn um Lennon. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri. Boyle lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann fékk heilablóðfall árið 1990 og gat ekki talað í sex mánuði á eftir. Árið 1999 fékk hann síðan hjartaáfall á tökustað Everybody Loves Raymond en náði heilsu aftur skömmu síðar.Hæfileikaríkur leikariBoyle á farsælan feril að baki bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.„Ég er afar sorgmæddur vegna dauða Peters Boyle," sagði Ray Romano, sem leikur aðalhlutverkið í Everybody Loves Raymond. „Hann gaf mér góð ráð og fékk mig alltaf til að hlæja. Það hversu góðum tengslum hann náði við alla í kringum sig kom mér alltaf jafnmikið á óvart. Að hann skuli hafa getað leikið svo sannfærandi durg í þættinum á meðan hann var í raun og veru samúðarfull og yndisleg persóna, sýnir vel hversu hæfileikaríkur hann var," sagði Romano.„Þetta er eins og að missa maka sinn," bætti Doris Roberts, sem lék eiginkonu Boyles í þættinum. Þáttaröðin Everybody Loves Raymond lauk göngu sinni á síðasta ári eftir níu ára sigurgöngu.Farsæll ferillFerill Peters Boyle í kvikmyndunum hafði verið nokkuð glæsilegur áður en hann hóf leik í Everybody Loves Raymond árið 1996. Meðal annars lék hann í hinni sígildu kvikmynd Taxi Driver eftir Martin Scorsese og Joe sem kom út 1970.Í upphafi ferils síns var Boyle jafnan ráðinn í hlutverk ýmiss konar rudda og harðjaxla en sú ímynd rann fljótlega af honum eftir að hann lék í The Candidate á móti Robert Redford og í gamanmyndinni Young Frankenstein eftir Mel Brooks.Á meðal fleiri mynda sem Boyle lék í má nefna voru Johnny Dangerously, The Dream Team, Monster"s Ball, The Santa Clause, The Santa Clause 2 og While You Were Sleeping. Í sjónvarpi vann hann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk sitt í The X-Files árið 1996.Vinur Johns LennonBoyle bjó allt sitt líf í New York með eiginkonu sinni og eignuðust þau tvær dætur saman. Kona hans var góð vinkona Yoko Ono og varð Boyle í kjölfarið náinn vinur Johns Lennon. Var Bítillinn fyrrverandi m.a. svaramaður í brúðkaupi hans. „Við leituðum báðir að sannleikanum og reyndum að finna skjóta leið að því að verða upplýstari manneskjur," sagði Boyle eitt sinn um Lennon.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira