Ábyrg afstaða 15. desember 2006 05:00 Mála sannast er að gildi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúskapinn er ekki það sama og áður. Eigi að síður skiptir hann enn sköpum og er bakbein allrar verðmætasköpunar í landinu. Alþjóðleg hagsmunagæsla á því sviði hefur í því ljósi engu minni þýðingu en fyrr. Þetta kom einkar vel í ljós á dögunum þegar fjallað var um verndun viðkvæmra vistkerfa í úthafinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar náðist mikilvægt samkomulag. Það fól í sér málamiðlun. En hún brýtur ekki í bága við þau grundvallarsjónarmið sem við og flestar aðrar ábyrgar fiskveiðiþjóðir höfum fylgt. Það hefur verið ófrávíkjanleg afstaða Íslands að Sameinuðu þjóðirnar ættu í samræmi við hafréttarsáttmálann að viðurkenna í verki rétt svæðabundinna samtaka þjóða til að stjórna veiðum á úthöfunum. Aðeins með því móti er unnt að tryggja staðbundna þekkingu sem er afar mikilvæg á þessu sviði. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að taka allt vald í þessum efnum undir einn hatt. Slík skipan mála mun veikja vísindalegar forsendur sem grundvöll ákvarðana en auka að sama skapi vægi lögmáls hrossakaupanna. Sums staðar er þörf á að banna veiðar með botnvörpu til þess að vernda viðkvæm vistkerfi. Það á við bæði innan landhelgi sem utan. Engar vísindalegar forsendur eru hins vegar fyrir algildu banni af því tagi. Hrossakaup á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnun eru líkleg til að leiða til þess háttar óvísindalegra ákvarðana. Hentistefna varðandi grundvallarregluna um sjálfbæra nýtingu á greiðari leið upp á fundarborð allsherjarþingsins en svæðastofnana. Fyrir þá sök er þeim betur treystandi til að framfylgja ábyrgri og um leið hagkvæmri nýtingarstefnu. Það er utanríkispólitískur styrkur Íslands að hafa á alþjóðavettvangi fylgt skýrum grundvallarviðhorfum í þessum efnum um langan tíma. Afstaða er því ekki tekin eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni eða hvernig á stendur með önnur mál. Þegar Halldór Ásgrímsson kom í utanríkisráðuneytið fyrir meir en áratug var á ný farið að halda fast í reipi grundvallarsjónarmiða varðandi þessa hagsmuni Íslands. Eftirmenn hans hafa allir fetað í þau fótspor. Með sumum öðrum þjóðum þykir fiskur varla nógu fínt málefni til afskipta fyrir utanríkisráðuneyti. Í því ljósi er ærin ástæða til þess að taka undir með sjávarútvegsráðherra þegar hann í grein hér í Fréttablaðinu í þessari viku ber lof á sterka forystu utanríkisráðuneytisins við afgreiðslu þessara mála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu. Ísland á mikið undir því að fylgt sé skýrri og markvissri langtímastefnu á þessu sviði hvar sem þau eru til umfjöllunar á alþjóðavettvangi. Í þeim efnum dregur utanríkisþjónustan eðlilega dám af sýn þess ráðherra sem ábyrgur er á hverjum tíma. Að öllu athuguðu er því ærin ástæða til að gefa því gaum þegar utanríkisþjónustan vinnur vel með sjávarútvegsráðuneytinu að svo mikilvægri hagsmunagæslu eins og raun var á í þessu tilviki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Mála sannast er að gildi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúskapinn er ekki það sama og áður. Eigi að síður skiptir hann enn sköpum og er bakbein allrar verðmætasköpunar í landinu. Alþjóðleg hagsmunagæsla á því sviði hefur í því ljósi engu minni þýðingu en fyrr. Þetta kom einkar vel í ljós á dögunum þegar fjallað var um verndun viðkvæmra vistkerfa í úthafinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar náðist mikilvægt samkomulag. Það fól í sér málamiðlun. En hún brýtur ekki í bága við þau grundvallarsjónarmið sem við og flestar aðrar ábyrgar fiskveiðiþjóðir höfum fylgt. Það hefur verið ófrávíkjanleg afstaða Íslands að Sameinuðu þjóðirnar ættu í samræmi við hafréttarsáttmálann að viðurkenna í verki rétt svæðabundinna samtaka þjóða til að stjórna veiðum á úthöfunum. Aðeins með því móti er unnt að tryggja staðbundna þekkingu sem er afar mikilvæg á þessu sviði. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að taka allt vald í þessum efnum undir einn hatt. Slík skipan mála mun veikja vísindalegar forsendur sem grundvöll ákvarðana en auka að sama skapi vægi lögmáls hrossakaupanna. Sums staðar er þörf á að banna veiðar með botnvörpu til þess að vernda viðkvæm vistkerfi. Það á við bæði innan landhelgi sem utan. Engar vísindalegar forsendur eru hins vegar fyrir algildu banni af því tagi. Hrossakaup á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnun eru líkleg til að leiða til þess háttar óvísindalegra ákvarðana. Hentistefna varðandi grundvallarregluna um sjálfbæra nýtingu á greiðari leið upp á fundarborð allsherjarþingsins en svæðastofnana. Fyrir þá sök er þeim betur treystandi til að framfylgja ábyrgri og um leið hagkvæmri nýtingarstefnu. Það er utanríkispólitískur styrkur Íslands að hafa á alþjóðavettvangi fylgt skýrum grundvallarviðhorfum í þessum efnum um langan tíma. Afstaða er því ekki tekin eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni eða hvernig á stendur með önnur mál. Þegar Halldór Ásgrímsson kom í utanríkisráðuneytið fyrir meir en áratug var á ný farið að halda fast í reipi grundvallarsjónarmiða varðandi þessa hagsmuni Íslands. Eftirmenn hans hafa allir fetað í þau fótspor. Með sumum öðrum þjóðum þykir fiskur varla nógu fínt málefni til afskipta fyrir utanríkisráðuneyti. Í því ljósi er ærin ástæða til þess að taka undir með sjávarútvegsráðherra þegar hann í grein hér í Fréttablaðinu í þessari viku ber lof á sterka forystu utanríkisráðuneytisins við afgreiðslu þessara mála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu. Ísland á mikið undir því að fylgt sé skýrri og markvissri langtímastefnu á þessu sviði hvar sem þau eru til umfjöllunar á alþjóðavettvangi. Í þeim efnum dregur utanríkisþjónustan eðlilega dám af sýn þess ráðherra sem ábyrgur er á hverjum tíma. Að öllu athuguðu er því ærin ástæða til að gefa því gaum þegar utanríkisþjónustan vinnur vel með sjávarútvegsráðuneytinu að svo mikilvægri hagsmunagæslu eins og raun var á í þessu tilviki.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun