Stærsta hljóðver á Íslandi 14. desember 2006 16:15 Sigrún Svanhvít óskarsdóttir með Védísi Ósk fyrir framan gamla lýsishúsið á Sólbakka sem verður brátt stærsta hljóðupptökuver á Íslandi. Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. „Þetta er búið að standa tómt síðan 1980 svo það var kominn tími á að nýta þetta blessaða húsnæði af einhverju viti,“ segir Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri. Önundur Hafsteinn og eiginkona hans Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir vinna nú hörðum höndum með stuðningi Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða, að því að opna fullkomið hljóðupptökuver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Sólbakka við Flateyri. „Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af staðsetningunni. Þetta eru meters þykkir blágrýtisveggir sem eru greinilega ekki að fara neitt. Það féll á þetta aurskriða fyrir einhverjum 20 – 30 árum og drulllusletturnar eru enn upp á miðja veggi en það sér ekki á húsinu að öðru leyti. Menn fóru út í það á sínum tíma að opna þarna bátaverkstæði og ætluðu að saga fyrir gluggum og dyrum en það þurfti einfaldlega að fá sprengjusérfræðing á staðinn til þess að sprengja sig í gegnum veggina. Þetta er ein elsta byggingin á svæðinu og synd að nýta þetta ekki til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Önundur. Í huga Önundar Hafsteins er staðsetningin í raun styrkur upptökuversins enda er hún óneitanlega ansi sérstök. „Hugmyndin er að gera út á þessa sérstöðu. Hér geta tónlistarmenn fengið heimilslega og góða gistingu, unnið í ró og næði í fullkomnu hljóðveri og í umhverfi sem bæði veitir einstakan vinnufrið og innblástur í senn. Í ljósi þess hvernig þetta er lagt upp geri ég ráð fyrir að vera með meira af erlendum tónlistarmönnum en íslenskum að vinna hérna þar sem innlendi markaðurinn gefur mönnum sjaldnast grið til þess að vinna að upptökum í rólegheitum. Hjá þeim þarf flest að takast upp einn, tveir og þrír og helst að vera tilbúið í gær. En staðreyndin er að þetta verður stærsta hljóðupptökuver á Íslandi, um 360 fermetrar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Við stefnum að því að opna um eða fyrir páska og erum strax farin að hlakka til að fá fyrstu gestina.“ Önundur Hafsteinn Pálsson „Aðstaðan og umhverfið eins og best er á kosið fyrir tónlistarfólk.“ . Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. „Þetta er búið að standa tómt síðan 1980 svo það var kominn tími á að nýta þetta blessaða húsnæði af einhverju viti,“ segir Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri. Önundur Hafsteinn og eiginkona hans Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir vinna nú hörðum höndum með stuðningi Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða, að því að opna fullkomið hljóðupptökuver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Sólbakka við Flateyri. „Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af staðsetningunni. Þetta eru meters þykkir blágrýtisveggir sem eru greinilega ekki að fara neitt. Það féll á þetta aurskriða fyrir einhverjum 20 – 30 árum og drulllusletturnar eru enn upp á miðja veggi en það sér ekki á húsinu að öðru leyti. Menn fóru út í það á sínum tíma að opna þarna bátaverkstæði og ætluðu að saga fyrir gluggum og dyrum en það þurfti einfaldlega að fá sprengjusérfræðing á staðinn til þess að sprengja sig í gegnum veggina. Þetta er ein elsta byggingin á svæðinu og synd að nýta þetta ekki til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Önundur. Í huga Önundar Hafsteins er staðsetningin í raun styrkur upptökuversins enda er hún óneitanlega ansi sérstök. „Hugmyndin er að gera út á þessa sérstöðu. Hér geta tónlistarmenn fengið heimilslega og góða gistingu, unnið í ró og næði í fullkomnu hljóðveri og í umhverfi sem bæði veitir einstakan vinnufrið og innblástur í senn. Í ljósi þess hvernig þetta er lagt upp geri ég ráð fyrir að vera með meira af erlendum tónlistarmönnum en íslenskum að vinna hérna þar sem innlendi markaðurinn gefur mönnum sjaldnast grið til þess að vinna að upptökum í rólegheitum. Hjá þeim þarf flest að takast upp einn, tveir og þrír og helst að vera tilbúið í gær. En staðreyndin er að þetta verður stærsta hljóðupptökuver á Íslandi, um 360 fermetrar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Við stefnum að því að opna um eða fyrir páska og erum strax farin að hlakka til að fá fyrstu gestina.“ Önundur Hafsteinn Pálsson „Aðstaðan og umhverfið eins og best er á kosið fyrir tónlistarfólk.“ .
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira