Söngvar Ragnheiðar og Hauks 13. desember 2006 16:45 Fallega unnið safn, glæsilega útsett og sungið af smekkvísi en skortir nokkuð drama í túlkun. Stjörnur: 4 Ragnheiður Gröndal er raddfögur kona. Hún hefur á síðustu misserum átt nokkra merkilega ópusa á diskum, raunar báða eftir Megas. Nú hefur hún sent frá sér metnaðarfullt verk sem kenna ætti við þau systkinin, hana og Hauk, sem syngur ekki síður í þessu safni þjóðlaga en hún, á klarinett og bassetthorn. 12 tónar gefa safnið nýja út. Þar útsetja systkinin með Huga Guðmundssyni tónskáldi þekkt íslensk lög. Flest þessi lög eru sprottin úr þjóðlagasafni okkar: Gefðu að móðurmálið mitt, Skjótt hefur sól brugðið sumri, Ljósið kemur langt og mjótt, Fram á reginfjallaslóð, Sof þú blíðust, Blástjarnan, Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda-Rósu með viðbót Jóns Ásgeirssonar og Allt eins og blómstrið eina. Þess utan eru þrjú frumsamin lög eftir Ragnheiði og eitt sænskt þjóðlag. Hljóðfæraskipan er einföld: blástur Hauks, mest á klarinett, er lagður yfir grunn Ragnheiðar á píanó, stöku sláttur lagður með, auk strengjasveitar og kórradda sem Ragnheiður slær í með dönsku selskapi og smá elektróník sem Hugi Guðmundsson leggur til. Hér er semsagt unnið með fá tæki í raddskipan en smekklega, andi texta er dreginn inn í útsetninguna, stemning ljóðs máluð með fáum dráttum í hljóðfærum. Þau teygja sig aftur á forsendu nýrra tíma og færa hingað fram forn stef með nýjum blæ. Söngstíll Ragnheiðar er fallegur, skýrleiki hennar í söng er með afbrigðum góður. Röddin er ómþýð, mild og blíð. Gallinn er sá að túlkun hennar verður víðast nokkuð keimlík. Mörg þeirra ljóða sem hún syngur undurblítt, búa yfir falinni ógn, eins og til dæmis Haustljóð Davíðs Stefánssonar sem hún útsetur af smekkvísi. Í bæði lagi og ljóði er falið meira en hún gefur í ljós í túlkun sinni: Hún nær ekki að byggja inn í sönginn vetrarkvíðann sem Davíð lýsir svo vel: „Fýkur í skjólin, fýkur í gömlu skjólin… Dimmir á fjöllum, dimmir á Íslands fjöllum… Kaldar bárur bylta sér og brotna út við stapa… stjörnurnar hrapa, stjörnurnar mínar hrapa." Þessi texti heimtar skýra túlkun í söng. Rétt eins og kvæði Jóhanns Sigurjónssonar sem hún syngur fallega, en geymir dimma og djúpa skugga sem henni tekst ekki að draga fram svo það nái áhrifum, lýtur það að þroskaleysi raddarinnar á dýpri tónum? Hér eru gamlar perlur sem glitra eins og Blástjarnan sem Engel Lund gerði aftur að virku afli og er hér glæsilega útsett fyrir strengjakvartett; útlegging hennar sjálfrar við sænska þjóðlagið Kristallen den fina sýnir að hún ræður svo ung sem hún er, prýðilega við gerð söngtexta. Ragnheiður er eitt mesta talent sem skotist hefur fram af poppsenunni í langan tíma: vænn hljóðfæraleikari, snotur lagahöfundur, efnilegur textasmiður, með fagra rödd og merkilega víðan metnað. Þetta lýsir sér í lokalögum disksins: útsetningu hennar við ljóð Halldórs Laxness: Vor hinzti dagur er hniginn þar sem laglína heldur vel um hugsun ljóðsins og loks í túlkun þeirra systkinanna á Blómstrinu: hversu lengi hefur maður beðið að ungir túlkendur réðust í þessa andlátskveðju sem þau gera með mikilli næmi styrkt lágstemmdum bakgrunni Huga? Safnið allt lýsir í samantekt sinni skýrri hugsun og metnaði í sköpun. Lagt er inn á gamlar lendur, spilamennska öll er fyrsta flokks og gefum söngkonunni ungu til í þeim skorti á drama sem vantar í sum lögin. Hún á bjarta framtíð, studd glæstum gáfum þeirra systkina beggja. Páll Baldvin Baldvinsson Ragnheiður Gröndal glæsilegasta talent sem hér hefur komið fram í langan tíma. MYND/Valli . Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ragnheiður Gröndal er raddfögur kona. Hún hefur á síðustu misserum átt nokkra merkilega ópusa á diskum, raunar báða eftir Megas. Nú hefur hún sent frá sér metnaðarfullt verk sem kenna ætti við þau systkinin, hana og Hauk, sem syngur ekki síður í þessu safni þjóðlaga en hún, á klarinett og bassetthorn. 12 tónar gefa safnið nýja út. Þar útsetja systkinin með Huga Guðmundssyni tónskáldi þekkt íslensk lög. Flest þessi lög eru sprottin úr þjóðlagasafni okkar: Gefðu að móðurmálið mitt, Skjótt hefur sól brugðið sumri, Ljósið kemur langt og mjótt, Fram á reginfjallaslóð, Sof þú blíðust, Blástjarnan, Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda-Rósu með viðbót Jóns Ásgeirssonar og Allt eins og blómstrið eina. Þess utan eru þrjú frumsamin lög eftir Ragnheiði og eitt sænskt þjóðlag. Hljóðfæraskipan er einföld: blástur Hauks, mest á klarinett, er lagður yfir grunn Ragnheiðar á píanó, stöku sláttur lagður með, auk strengjasveitar og kórradda sem Ragnheiður slær í með dönsku selskapi og smá elektróník sem Hugi Guðmundsson leggur til. Hér er semsagt unnið með fá tæki í raddskipan en smekklega, andi texta er dreginn inn í útsetninguna, stemning ljóðs máluð með fáum dráttum í hljóðfærum. Þau teygja sig aftur á forsendu nýrra tíma og færa hingað fram forn stef með nýjum blæ. Söngstíll Ragnheiðar er fallegur, skýrleiki hennar í söng er með afbrigðum góður. Röddin er ómþýð, mild og blíð. Gallinn er sá að túlkun hennar verður víðast nokkuð keimlík. Mörg þeirra ljóða sem hún syngur undurblítt, búa yfir falinni ógn, eins og til dæmis Haustljóð Davíðs Stefánssonar sem hún útsetur af smekkvísi. Í bæði lagi og ljóði er falið meira en hún gefur í ljós í túlkun sinni: Hún nær ekki að byggja inn í sönginn vetrarkvíðann sem Davíð lýsir svo vel: „Fýkur í skjólin, fýkur í gömlu skjólin… Dimmir á fjöllum, dimmir á Íslands fjöllum… Kaldar bárur bylta sér og brotna út við stapa… stjörnurnar hrapa, stjörnurnar mínar hrapa." Þessi texti heimtar skýra túlkun í söng. Rétt eins og kvæði Jóhanns Sigurjónssonar sem hún syngur fallega, en geymir dimma og djúpa skugga sem henni tekst ekki að draga fram svo það nái áhrifum, lýtur það að þroskaleysi raddarinnar á dýpri tónum? Hér eru gamlar perlur sem glitra eins og Blástjarnan sem Engel Lund gerði aftur að virku afli og er hér glæsilega útsett fyrir strengjakvartett; útlegging hennar sjálfrar við sænska þjóðlagið Kristallen den fina sýnir að hún ræður svo ung sem hún er, prýðilega við gerð söngtexta. Ragnheiður er eitt mesta talent sem skotist hefur fram af poppsenunni í langan tíma: vænn hljóðfæraleikari, snotur lagahöfundur, efnilegur textasmiður, með fagra rödd og merkilega víðan metnað. Þetta lýsir sér í lokalögum disksins: útsetningu hennar við ljóð Halldórs Laxness: Vor hinzti dagur er hniginn þar sem laglína heldur vel um hugsun ljóðsins og loks í túlkun þeirra systkinanna á Blómstrinu: hversu lengi hefur maður beðið að ungir túlkendur réðust í þessa andlátskveðju sem þau gera með mikilli næmi styrkt lágstemmdum bakgrunni Huga? Safnið allt lýsir í samantekt sinni skýrri hugsun og metnaði í sköpun. Lagt er inn á gamlar lendur, spilamennska öll er fyrsta flokks og gefum söngkonunni ungu til í þeim skorti á drama sem vantar í sum lögin. Hún á bjarta framtíð, studd glæstum gáfum þeirra systkina beggja. Páll Baldvin Baldvinsson Ragnheiður Gröndal glæsilegasta talent sem hér hefur komið fram í langan tíma. MYND/Valli .
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira