Günter Grass rétt sáttarhönd 13. desember 2006 12:45 Rithöfundurinn Grass Leynir á sér á listasviðinu. MYND/AP Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slésíska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi. Vefmiðill Deutsche Welle greinir frá því að sýning þessi verði mögulega til þess að lægja öldur þær sem risu í kjölfar útgáfu ævisögu Grass þar sem hann játaði meðal annars að hafa starfað með ungliðasveitum SS herdeildanna á sínum yngri árum. Grass lærði myndlist á árunum 1948-56 og hélt nokkrar sýningar. Hann myndskreytti sjálfur fyrstu ljóðabókina sína sem kom út árið 1956. Skáldsagan Blikktromman, sem kom út þremur árum síðar, færði honum heimsfrægð. Grass hafði ekki hátt um myndlistarhæfileika sína þótt hann gæfi þá aldrei upp á bátinn. „Ég teikna alltaf, jafnvel þegar ég er ekki að teikna því þá skrifa ég,“ er haft eftir höfundinum. Borgin Görlitz er við landamæri Þýskalands og Póllands. Systurborg hennar í næsta nágrenni heitir Zgorzelec og tilheyrir Póllandi en saman líta þær á sig sem eina heild. Forsvarsmenn borganna tilnefndu Grass til sérstakra verðlauna fyrir framlag hans til gagnkvæms skilnings milli þjóðanna tveggja en hann afþakkaði verðlaunin í kjölfar fjaðrafoksins sem ævisagan olli. Úthlutunarnefndin ákvað þó að afhenda ekki einhverjum öðrum verðlaunin heldur standa við tilnefningu Grass og ákváðu aðstandendur Slésíska safnsins jafnframt að standa við sitt og halda sýningu á verkum hans þrátt fyrir deilurnar. Sýningin verður opin til 4. febrúar 2007. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slésíska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi. Vefmiðill Deutsche Welle greinir frá því að sýning þessi verði mögulega til þess að lægja öldur þær sem risu í kjölfar útgáfu ævisögu Grass þar sem hann játaði meðal annars að hafa starfað með ungliðasveitum SS herdeildanna á sínum yngri árum. Grass lærði myndlist á árunum 1948-56 og hélt nokkrar sýningar. Hann myndskreytti sjálfur fyrstu ljóðabókina sína sem kom út árið 1956. Skáldsagan Blikktromman, sem kom út þremur árum síðar, færði honum heimsfrægð. Grass hafði ekki hátt um myndlistarhæfileika sína þótt hann gæfi þá aldrei upp á bátinn. „Ég teikna alltaf, jafnvel þegar ég er ekki að teikna því þá skrifa ég,“ er haft eftir höfundinum. Borgin Görlitz er við landamæri Þýskalands og Póllands. Systurborg hennar í næsta nágrenni heitir Zgorzelec og tilheyrir Póllandi en saman líta þær á sig sem eina heild. Forsvarsmenn borganna tilnefndu Grass til sérstakra verðlauna fyrir framlag hans til gagnkvæms skilnings milli þjóðanna tveggja en hann afþakkaði verðlaunin í kjölfar fjaðrafoksins sem ævisagan olli. Úthlutunarnefndin ákvað þó að afhenda ekki einhverjum öðrum verðlaunin heldur standa við tilnefningu Grass og ákváðu aðstandendur Slésíska safnsins jafnframt að standa við sitt og halda sýningu á verkum hans þrátt fyrir deilurnar. Sýningin verður opin til 4. febrúar 2007.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira