Eberg með lag í The O.C. 12. desember 2006 15:30 Einar Tönsberg er hæstánægður með viðbrögðin við lagi sínu Inside Your Head. MYND/Valli Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy. Lag Ebergs nefnist Inside Your Head og er að finna á annarri sólóplötu hans, Voff Voff, sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Eberg, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, segir að áhugi framleiðenda The O.C. hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom til fyrir nokkrum vikum síðan. Ég var aldrei neitt viss með þetta fyrr en þetta var komið í loftið,“ segir Einar. „Ég hef fengið ótrúlega fín viðbrögð við þessu og lagið er komið í sjötta sæti á iTunes-sölulistanum í Bandaríkjunum undir „electronics“-hattinum.“ Einar, sem gaf nýlega út smáskífulagið The Twinkle Star í Bretlandi, segir þetta hafa verið sérlega óvænt því hann hafi ekki ennþá gefið plötuna út í Bandaríkjunum. „Þetta er bara út í bláinn en það er meiriháttar fínt að þetta fái svona mikið áhorf. Ég var að sjá þetta brot og það er spiluð lengri útgáfa en er á plötunni. Þetta eru síðustu fjórar mínúturnar í þættinum og það er svaka drama í gangi.“ Einar segir ágætar líkur á því að lög hans verði notuð í svipuðum þáttum og The O.C. á næstunni en vill þó ekki gefa neitt upp enn sem komið er. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé aðdáandi þáttarins. „Ég er orðinn svaka „fan“ núna,“ segir hann í léttum dúr. „Systur mínar voru að setja mig inn í þetta og þær tjáðu mér að þetta væri mjög mikilvæg sena.“ Systur hans eiga mikið til síns máls því á meðal hljómsveita sem hafa vakið á sér athygli í þættinum eru virtar sveitir á borð við Jet, Zero 7 og Death Cab For Cutie. The O.C. Fjölmargar hljómsveitir hafa vakið athygli á sér í þessum vinsæla þætti. . Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy. Lag Ebergs nefnist Inside Your Head og er að finna á annarri sólóplötu hans, Voff Voff, sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Eberg, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, segir að áhugi framleiðenda The O.C. hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom til fyrir nokkrum vikum síðan. Ég var aldrei neitt viss með þetta fyrr en þetta var komið í loftið,“ segir Einar. „Ég hef fengið ótrúlega fín viðbrögð við þessu og lagið er komið í sjötta sæti á iTunes-sölulistanum í Bandaríkjunum undir „electronics“-hattinum.“ Einar, sem gaf nýlega út smáskífulagið The Twinkle Star í Bretlandi, segir þetta hafa verið sérlega óvænt því hann hafi ekki ennþá gefið plötuna út í Bandaríkjunum. „Þetta er bara út í bláinn en það er meiriháttar fínt að þetta fái svona mikið áhorf. Ég var að sjá þetta brot og það er spiluð lengri útgáfa en er á plötunni. Þetta eru síðustu fjórar mínúturnar í þættinum og það er svaka drama í gangi.“ Einar segir ágætar líkur á því að lög hans verði notuð í svipuðum þáttum og The O.C. á næstunni en vill þó ekki gefa neitt upp enn sem komið er. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé aðdáandi þáttarins. „Ég er orðinn svaka „fan“ núna,“ segir hann í léttum dúr. „Systur mínar voru að setja mig inn í þetta og þær tjáðu mér að þetta væri mjög mikilvæg sena.“ Systur hans eiga mikið til síns máls því á meðal hljómsveita sem hafa vakið á sér athygli í þættinum eru virtar sveitir á borð við Jet, Zero 7 og Death Cab For Cutie. The O.C. Fjölmargar hljómsveitir hafa vakið athygli á sér í þessum vinsæla þætti. .
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira