Mont og efasemdir 12. desember 2006 11:00 Þessi fyrsta sólóplata Bents stendur vel fyrir sínu. Taktarnir eru hráir og einfaldir en virka vel og Bent tekst vel að koma frá sér því sem hann vill segja. Stjörnur: 3 Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira