Skynsamlegt frumvarp 8. desember 2006 00:01 Gárungarnir segja, að jafnan eigi að festa upp viðvörunarmerki, þegar þing sitji, því að þá sé sjálfsaflafé okkar í stórhættu, svo að ekki sé minnst á athafnafrelsi. Þeir hafa því miður nokkuð til síns máls. En stundum eru samin skynsamleg lagafrumvörp. Guðlaugur Þór Þórðarson er aðalflutningsmaður eins slíks, sem liggur nú fyrir Alþingi, en með honum standa að því átta flokkssystkini hans, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Pétur H. Blöndal, Gunnar Örlygsson, Ásta Möller og Sigurrós Þorgrímsdóttir, en einnig framsóknarmaðurinn Birkir Jónsson og Samfylkingarfólkið Ágúst Ólafur Ágústsson, Einar Már Sigurðsson, Katrín Júlíusdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Þetta frumvarp er um, að sala áfengis, sem hefur að geyma minni vínanda en 22 prósent, með öðrum orðum bjór og létt vín, megi færa úr Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í venjulegar matvöruverslanir. Í því felst, að lesandinn geti komið við í Bónus eða Krónunni á heimleið, keypt í kvöldmatinn og kippt einni rauðvínsflösku með. Fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi er auðvitað löngu orðið úrelt. Ég man þá tíð, þegar Mjólkursamsalan rak sérstakar mjólkurbúðir í Reykjavík, en mér er enn óskiljanlegt, hvers vegna sá háttur var þá hafður á. Eins á að hætta að reka sérstakar búðir með bjór og létt vín, sem menn skjótast skömmustulegir inn í. Þessi varningur er orðinn snar þáttur í lífi nútímafólks. Hinir fáu, sem ekki kunna með létt vín að fara, mega ekki koma óorði á það. Það er að vísu rétt, að fleiri hafa sennilega drukknað í víni en vatni. En hitt má áfengið eiga, að það hefur ekki gert neinum manni mein að fyrra bragði, eins og Tómas skáld Guðmundsson benti á. Ég vek síðan athygli á, að í frumvarpi þeirra Guðlaugs Þórs er aðeins rætt um bjór og létt vín, ekki sterka drykki eins og vodka og gin. Áfengisböl er vissulega til, en það hlýst ekki af bjór og léttu víni, heldur sterkum drykkjum. Mér finnst sjálfsagt til samkomulags að áskilja ríkinu einkarétt á sölu sterkra drykkja. En má ekki að minnsta kosti gera tilraun og selja bjór og létt vín í venjulegum verslunum í tvö ár og meta síðan reynsluna? Ég hef búið í mörgum löndum, þar sem það er gert, til dæmis á Englandi, án þess að það komi að sök. Eru Íslendingar svo miklu óþroskaðri en Englendingar, að þeim sé ekki treystandi til að kaupa vín úti í búð? Á áfenginu sannast, að eina ráðið við frelsinu er meira frelsi. Því frjálsari sem vínmenningin er, því betri verður hún. Á Ítalíu drekka allir rauðvín með kvöldmat, en ég sá þar aldrei vín á neinum manni, þegar ég var þar tvisvar gistiprófessor. Allir muna hrakspárnar, áður en sala bjórs var leyfð á Íslandi. Þær reyndust rangar. Drykkjusiðir okkar hafa snarbatnað hin síðari ár, eins og allir vita, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Við drekkum nú miklu frekar bjór og létt vín en sterka drykki. Í frumvarpi þeirra Guðlaugs Þórs er þess vandlega gætt, að frelsið til að selja bjór og létt vín verði ekki misnotað. Þar eru ákvæði um, að ekki megi selja þessa drykki undir kostnaðarverði og söluturnum, myndbandaleigum og bensínstöðvum sé ekki heimilt að hafa þá á boðstólum. Einnig er gert ráð fyrir óbreyttum reglum um, að aðeins fullorðið fólk megi kaupa þessa vöru. Raunar er venjulegum verslunum treyst til að selja hið lífshættulega fíkniefni tóbak, en sala þess er bundin ströngu aldurstakmarki, svo að vandséð er, hvers vegna þær mega ekki líka selja bjór og létt vín. Loks er reginmunur á gosdrykkjum og mjólk, sem venjulegar verslanir mega selja, og léttu víni. Hann er, að létta vínið er hollt fullorðnu fólki, en sykraðir gosdrykkir stuðla að offitu og mjólk að kalkmyndun í beinum (þótt hún sé vissulega góð börnum). Komið hefur í ljós í ótal rannsóknum vísindamanna um allan heim, að létt vín, sérstaklega rauðvín, minnka verulega líkur á hjartasjúkdómum, sérstaklega blóðtappa. Vínið bætir ekki aðeins skapið, heldur lengir lífið. Þess vegna á aðgangur að því að vera auðveldari en nú er. Alþingi ætti af heilsufarsástæðum einum saman að samþykkja frumvarp þeirra Guðlaugs Þórs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Gárungarnir segja, að jafnan eigi að festa upp viðvörunarmerki, þegar þing sitji, því að þá sé sjálfsaflafé okkar í stórhættu, svo að ekki sé minnst á athafnafrelsi. Þeir hafa því miður nokkuð til síns máls. En stundum eru samin skynsamleg lagafrumvörp. Guðlaugur Þór Þórðarson er aðalflutningsmaður eins slíks, sem liggur nú fyrir Alþingi, en með honum standa að því átta flokkssystkini hans, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Pétur H. Blöndal, Gunnar Örlygsson, Ásta Möller og Sigurrós Þorgrímsdóttir, en einnig framsóknarmaðurinn Birkir Jónsson og Samfylkingarfólkið Ágúst Ólafur Ágústsson, Einar Már Sigurðsson, Katrín Júlíusdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Þetta frumvarp er um, að sala áfengis, sem hefur að geyma minni vínanda en 22 prósent, með öðrum orðum bjór og létt vín, megi færa úr Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í venjulegar matvöruverslanir. Í því felst, að lesandinn geti komið við í Bónus eða Krónunni á heimleið, keypt í kvöldmatinn og kippt einni rauðvínsflösku með. Fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi er auðvitað löngu orðið úrelt. Ég man þá tíð, þegar Mjólkursamsalan rak sérstakar mjólkurbúðir í Reykjavík, en mér er enn óskiljanlegt, hvers vegna sá háttur var þá hafður á. Eins á að hætta að reka sérstakar búðir með bjór og létt vín, sem menn skjótast skömmustulegir inn í. Þessi varningur er orðinn snar þáttur í lífi nútímafólks. Hinir fáu, sem ekki kunna með létt vín að fara, mega ekki koma óorði á það. Það er að vísu rétt, að fleiri hafa sennilega drukknað í víni en vatni. En hitt má áfengið eiga, að það hefur ekki gert neinum manni mein að fyrra bragði, eins og Tómas skáld Guðmundsson benti á. Ég vek síðan athygli á, að í frumvarpi þeirra Guðlaugs Þórs er aðeins rætt um bjór og létt vín, ekki sterka drykki eins og vodka og gin. Áfengisböl er vissulega til, en það hlýst ekki af bjór og léttu víni, heldur sterkum drykkjum. Mér finnst sjálfsagt til samkomulags að áskilja ríkinu einkarétt á sölu sterkra drykkja. En má ekki að minnsta kosti gera tilraun og selja bjór og létt vín í venjulegum verslunum í tvö ár og meta síðan reynsluna? Ég hef búið í mörgum löndum, þar sem það er gert, til dæmis á Englandi, án þess að það komi að sök. Eru Íslendingar svo miklu óþroskaðri en Englendingar, að þeim sé ekki treystandi til að kaupa vín úti í búð? Á áfenginu sannast, að eina ráðið við frelsinu er meira frelsi. Því frjálsari sem vínmenningin er, því betri verður hún. Á Ítalíu drekka allir rauðvín með kvöldmat, en ég sá þar aldrei vín á neinum manni, þegar ég var þar tvisvar gistiprófessor. Allir muna hrakspárnar, áður en sala bjórs var leyfð á Íslandi. Þær reyndust rangar. Drykkjusiðir okkar hafa snarbatnað hin síðari ár, eins og allir vita, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Við drekkum nú miklu frekar bjór og létt vín en sterka drykki. Í frumvarpi þeirra Guðlaugs Þórs er þess vandlega gætt, að frelsið til að selja bjór og létt vín verði ekki misnotað. Þar eru ákvæði um, að ekki megi selja þessa drykki undir kostnaðarverði og söluturnum, myndbandaleigum og bensínstöðvum sé ekki heimilt að hafa þá á boðstólum. Einnig er gert ráð fyrir óbreyttum reglum um, að aðeins fullorðið fólk megi kaupa þessa vöru. Raunar er venjulegum verslunum treyst til að selja hið lífshættulega fíkniefni tóbak, en sala þess er bundin ströngu aldurstakmarki, svo að vandséð er, hvers vegna þær mega ekki líka selja bjór og létt vín. Loks er reginmunur á gosdrykkjum og mjólk, sem venjulegar verslanir mega selja, og léttu víni. Hann er, að létta vínið er hollt fullorðnu fólki, en sykraðir gosdrykkir stuðla að offitu og mjólk að kalkmyndun í beinum (þótt hún sé vissulega góð börnum). Komið hefur í ljós í ótal rannsóknum vísindamanna um allan heim, að létt vín, sérstaklega rauðvín, minnka verulega líkur á hjartasjúkdómum, sérstaklega blóðtappa. Vínið bætir ekki aðeins skapið, heldur lengir lífið. Þess vegna á aðgangur að því að vera auðveldari en nú er. Alþingi ætti af heilsufarsástæðum einum saman að samþykkja frumvarp þeirra Guðlaugs Þórs.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun