Menning Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, fær fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta árið. Annar nýliði, Pétur Ben, fær þrjár tilnefningar. Bubbi, Björgvin Halldórsson og Baggalútur eru auk þess áberandi.
Í flokki djasstónlistar fær Jóel Pálsson tvær tilnefningar. Í flokki sígildrar og samtímatónlistar eru Áskell Másson, Hugi Guðmundsson og Karólína Eiríksdóttir tilnefnd fyrir tónverk ársins. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 31. janúar næstkomandi.