Viðskipti erlent

Svínabændur uggandi

Danskir svínabændur eru uggandi um hag sinn eftir að Rússar hótuðu að banna innflutning á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu.
Danskir svínabændur eru uggandi um hag sinn eftir að Rússar hótuðu að banna innflutning á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu.

Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs.

Danska dagblaðið Jótlandspósturinn segir ótta Rússa felast í því að sýkt kjöt geti borist frá löndunum tveimur til aðildarríkja Evrópusambandsins og þaðan til Rússlands. Til að koma í veg fyrir slíkt sé stefnt að því að banna innflutning á kjöti frá aðildarríkjum sambandsins.

Danir óttast að ef ákvörðuninni verði framfylgt muni það koma harkalega niður á svínakjötsbændum.

Sala á svínakjöti til Rússlands hefur stóraukist ár frá ári en hún nam 1,4 milljörðum danskra króna eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs.

Þá flytja Danir langmest út af svínakjöti til Rússlands miðað við önnur aðildarríki Evrópusambandsins en danska svínakjötið nemur um 19 prósentum af heildarmagninu á rússneska markaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×