Hljómsveitin fornfræga Toto heldur tónleika í Laugardalshöll þann 10. júlí á næsta ári á vegum 2B Company. Tónleikarnir eru liður í að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar, Falling in Between, og eru tónleikarnir hér á landi þeir síðustu í tónleikaferð hennar.
Toto hefur verið starfandi í yfir þrjátíu ár og hefur selt 25 milljónir platna á ferli sínum. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Hold the Line, Rosanna, Africa og Georgy Porgy. Þess má geta að meðlimir Toto hafa einnig verið afar vinsælir hljóðfæraleikarar í gegnum tíðina og hafa spilað undir hjá mörgum bandarískum listamönnum.
Miðasala á tónleikana hefst 19. mars á næsta ári á midi.is.