Stórviðburðir Listahátíðar 1. desember 2006 16:45 Forsala á þrjá af stærstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Viðburðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tónleikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardagskrá hátíðarinnar verður eftir áramót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Er hér um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppninni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítónar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostovsky um Rússland í boði Pútíns forseta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikovsky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10-16. Menning Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Forsala á þrjá af stærstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Viðburðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tónleikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardagskrá hátíðarinnar verður eftir áramót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Er hér um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppninni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítónar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostovsky um Rússland í boði Pútíns forseta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikovsky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10-16.
Menning Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira