Breytt staða varna Íslands líka úrlausnarefni NATO 30. nóvember 2006 06:45 Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt starfsbræðrum sínum frá Póllandi og Bretlandi, þeim Jaroslaw Kaczynski og Tony Blair, í Ríga í gær. MYND/AP Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO. Erlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO.
Erlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira