Jón Óskar sýnir í 101 30. nóvember 2006 12:45 Eitt verka Jóns Óskars á sýningunni. Það er stutt fyrir Jón Óskar að fara að heiman í galleríið sem hann sýnir jafnan í, Gallerí 101, á bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu. Það er lengri vegur úr vinnustofum hans, í Vestmannaeyjum, Kína, South Beach í Flórída, Skúlatúninu í Reykjavík og Höfðahverfinu þar sem hann hefur unnið. Þar hefur hann unnið við nýja hönnun á útliti tímarita Fróða sem eitt sinn var og nú heitir Birtingur. Myndverkin sem hann setti upp í gær á Hverfisgötunni koma lengra að. Verkin sem Jón sýnir í Gallerí 101 eru dagbókarskissur alls um sextíu verk segir hann. „Dálítið stórar skissur allt að 130 cm sinnum 70. Þetta eru dagbókarteikningar. Sumar eru unnar í Kína þar sem ég er kominn með vinnustofu og íbúð. Þær eru allar frá 2004 og eru allar unnar á kínverskan hríspappír, málaðar á gólfi með þessum kínversku penslum sem þeir nota og kínversku bleki. Aðrar vann ég í South Beach haustið 2005. Þær myndir eru gerðar á ómerkilegan amerískan pappír en málaðar með pennum sem eru eins og túss og eru fyrir stimpla, þeir eru með kúluhaus eins og svitalyktareyðirinn og gefa illa frá sér sem skapar sérstaka áferð í teikningunni." Viðfangsefnin? „Allt þetta smáa, matur, fólk, skordýr, allt þetta góða sem er í kringum okkur og við tökum aldrei eftir." Öll verkin á sýningunni eru til sölu. „Það er alltaf sama góða verðið á mínum verkum," segir Jón. Þessi sýning er raunar bara tilhlaup að stórri sýningu sem hann er tekinn til við að undirbúa norður á Akureyri eftir áramótin í Listasafninu á Akureyri. Þar verða verk frá lengra tímabili, bæði gömul og ný. Jafnframt hyggst hann gefa út glanstímarit, 72 síður og prentað í vandaðri íslenskri prentsmiðju. Það heitir eðlilega Jón Óskar. Sýning Jóns opnar í Gallerí 101 á morgun kl. 17. Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er stutt fyrir Jón Óskar að fara að heiman í galleríið sem hann sýnir jafnan í, Gallerí 101, á bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu. Það er lengri vegur úr vinnustofum hans, í Vestmannaeyjum, Kína, South Beach í Flórída, Skúlatúninu í Reykjavík og Höfðahverfinu þar sem hann hefur unnið. Þar hefur hann unnið við nýja hönnun á útliti tímarita Fróða sem eitt sinn var og nú heitir Birtingur. Myndverkin sem hann setti upp í gær á Hverfisgötunni koma lengra að. Verkin sem Jón sýnir í Gallerí 101 eru dagbókarskissur alls um sextíu verk segir hann. „Dálítið stórar skissur allt að 130 cm sinnum 70. Þetta eru dagbókarteikningar. Sumar eru unnar í Kína þar sem ég er kominn með vinnustofu og íbúð. Þær eru allar frá 2004 og eru allar unnar á kínverskan hríspappír, málaðar á gólfi með þessum kínversku penslum sem þeir nota og kínversku bleki. Aðrar vann ég í South Beach haustið 2005. Þær myndir eru gerðar á ómerkilegan amerískan pappír en málaðar með pennum sem eru eins og túss og eru fyrir stimpla, þeir eru með kúluhaus eins og svitalyktareyðirinn og gefa illa frá sér sem skapar sérstaka áferð í teikningunni." Viðfangsefnin? „Allt þetta smáa, matur, fólk, skordýr, allt þetta góða sem er í kringum okkur og við tökum aldrei eftir." Öll verkin á sýningunni eru til sölu. „Það er alltaf sama góða verðið á mínum verkum," segir Jón. Þessi sýning er raunar bara tilhlaup að stórri sýningu sem hann er tekinn til við að undirbúa norður á Akureyri eftir áramótin í Listasafninu á Akureyri. Þar verða verk frá lengra tímabili, bæði gömul og ný. Jafnframt hyggst hann gefa út glanstímarit, 72 síður og prentað í vandaðri íslenskri prentsmiðju. Það heitir eðlilega Jón Óskar. Sýning Jóns opnar í Gallerí 101 á morgun kl. 17.
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira