Skemmtilega klikkuð 29. nóvember 2006 10:30 Drunk is Faster er á köflum ein villtasta og skemmtilegasta plata sem heyrst hefur í langan tíma. Helmus und Dalli eru glettilega nálægt því að búa til kolbrjálað meistaraverk, en herslumuninn vantar. Helmus und Dalli er samstarfsverkefni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara með meiru og Helga Svavars Helgasonar trommuleikara. Þeir eru sennilega þekktastir sem meðlimir tríósins Flís, en hafa komið víða við, eru m.a. í Stórsveit Benna Hemm Hemm. Auk þeirra eru margir gestir á plötunni, t.d. President Bongo og Earth úr Gusgus og DJ Magic. Drunk is Faster er í grunninn danstónlistarplata, en ofan á fjölbreytt grúvin hlaða þeir félagar alls konar dóti og útkoman er oft skemmtilega klikkuð sýra. Helmus und Dalli leika sér með ólík afbrigði danstónlistar, t.d. fönk, breakbeat og house og taka svo snarpa beygju yfir í kántrí þegar maður á síst von á því. Þeir matreiða þetta allt á sinn hátt og platan er uppfull af skemmtilegum tilraunum með raddir, sánd og hljóðeffekta. Og svo eru nokkur súr sóló líka. Stundum minnir tónlistin á einhverja brjálaða P-funk orgíu úr smiðju George Clinton, stundum á þá fornfrægu tilraunasveit Residents (t.d. lagið Mr. Ritz), stundum á ekki neitt sem maður hefur nokkru sinni heyrt. Mér finnst þeim Helga og Davíð Þór takast svolítið misvel upp á plötunni. Á stórum köflum er þetta ein skemmtilegasta plata sem maður hefur heyrt í langan tíma; djörf og ófyrirsjáanleg, en annars staðar missa þeir svolítið marks. Mér finnst röflið í laginu Töff og Cool t.d. óþolandi og skemma annars flott lag og lagið I ekki er ekki að gera mikið fyrir mig svo annað dæmi sé tekið. Lögin Broken Heart, Actors, Deep-Fried Monkey, Trying My Best og Mr Ritz eru hins vegar öll snilld. Flottu lögin eru fleiri en þau mislukkuðu og í raun eru þeir Davíð Þór og Helgi glettilega nálægt því að búa til kolbrjálað meistaraverk. Það vantar bara herslumuninn. Trausti Júlíusson Menning Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Helmus und Dalli er samstarfsverkefni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara með meiru og Helga Svavars Helgasonar trommuleikara. Þeir eru sennilega þekktastir sem meðlimir tríósins Flís, en hafa komið víða við, eru m.a. í Stórsveit Benna Hemm Hemm. Auk þeirra eru margir gestir á plötunni, t.d. President Bongo og Earth úr Gusgus og DJ Magic. Drunk is Faster er í grunninn danstónlistarplata, en ofan á fjölbreytt grúvin hlaða þeir félagar alls konar dóti og útkoman er oft skemmtilega klikkuð sýra. Helmus und Dalli leika sér með ólík afbrigði danstónlistar, t.d. fönk, breakbeat og house og taka svo snarpa beygju yfir í kántrí þegar maður á síst von á því. Þeir matreiða þetta allt á sinn hátt og platan er uppfull af skemmtilegum tilraunum með raddir, sánd og hljóðeffekta. Og svo eru nokkur súr sóló líka. Stundum minnir tónlistin á einhverja brjálaða P-funk orgíu úr smiðju George Clinton, stundum á þá fornfrægu tilraunasveit Residents (t.d. lagið Mr. Ritz), stundum á ekki neitt sem maður hefur nokkru sinni heyrt. Mér finnst þeim Helga og Davíð Þór takast svolítið misvel upp á plötunni. Á stórum köflum er þetta ein skemmtilegasta plata sem maður hefur heyrt í langan tíma; djörf og ófyrirsjáanleg, en annars staðar missa þeir svolítið marks. Mér finnst röflið í laginu Töff og Cool t.d. óþolandi og skemma annars flott lag og lagið I ekki er ekki að gera mikið fyrir mig svo annað dæmi sé tekið. Lögin Broken Heart, Actors, Deep-Fried Monkey, Trying My Best og Mr Ritz eru hins vegar öll snilld. Flottu lögin eru fleiri en þau mislukkuðu og í raun eru þeir Davíð Þór og Helgi glettilega nálægt því að búa til kolbrjálað meistaraverk. Það vantar bara herslumuninn. Trausti Júlíusson
Menning Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira