Rússnesk skáld 29. nóvember 2006 08:15 Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Fyrsta skáldakvöldið verður í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, í kvöld og hefst kl. 20. Þar flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809-1852) og skáldskap hans, en Hávallaútgáfan hefur nýlega sent frá sér sagnasafn Gogols Mírgorod og hafði áður gefið út Pétursborgarsögur hans. Lesið verður úr þessum þýðingum, sagt frá forlaginu og útgáfubækur þess liggja frammi. Lítil sýning á bókum og myndum helguð skáldinu Gogol verður sett upp. Annað skáldakvöldið, um Lév Tolstoj (1828-1910), verður 6. des. kl. 20. Þá ræðir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, sem var við nám í rússneskum bókmenntum í Moskvu, um skáldið og lesið verður úr verkum þess, ma. les Baldvin Halldórsson leikari upp úr nýútkominni þýðingu Gunnars Dal, rithöfundar og heimspekings, á smásögum Tolstojs. Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR og það síðasta fyrir jól verður 13. des. og hefst kl. 20. Þá verður fjallað um Vladimír Vysotský (1938-1980), skáld, leikara, tónlistarmann og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðsritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Skáldakynningar MÍR á miðvikudögum eru haldnar í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins, þýðendur og útgefendur og eru síðbúið framhald Rússnesku menningardaganna í Reykjavík í haust. Menning Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Fyrsta skáldakvöldið verður í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, í kvöld og hefst kl. 20. Þar flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809-1852) og skáldskap hans, en Hávallaútgáfan hefur nýlega sent frá sér sagnasafn Gogols Mírgorod og hafði áður gefið út Pétursborgarsögur hans. Lesið verður úr þessum þýðingum, sagt frá forlaginu og útgáfubækur þess liggja frammi. Lítil sýning á bókum og myndum helguð skáldinu Gogol verður sett upp. Annað skáldakvöldið, um Lév Tolstoj (1828-1910), verður 6. des. kl. 20. Þá ræðir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, sem var við nám í rússneskum bókmenntum í Moskvu, um skáldið og lesið verður úr verkum þess, ma. les Baldvin Halldórsson leikari upp úr nýútkominni þýðingu Gunnars Dal, rithöfundar og heimspekings, á smásögum Tolstojs. Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR og það síðasta fyrir jól verður 13. des. og hefst kl. 20. Þá verður fjallað um Vladimír Vysotský (1938-1980), skáld, leikara, tónlistarmann og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðsritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Skáldakynningar MÍR á miðvikudögum eru haldnar í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins, þýðendur og útgefendur og eru síðbúið framhald Rússnesku menningardaganna í Reykjavík í haust.
Menning Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira