Óska eftir tíu milljónum 28. nóvember 2006 12:30 Guðmundur Ingi vill að Reykjavíkurborg styrki starfsemi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar. Stjórn Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, sem hefur hýst fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum, hefur óskað eftir tíu milljónum frá Reykjavíkurborg til að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Fái hún ekki stuðning verður starfseminni að Hólmaslóð 2 að öllum líkindum hætt í janúar. „Við erum að vinna í því að fá ríki og borg til að koma að þessu og styðja þetta eins og þau gera varðandi aðrar tómstundir fyrir ungt fólk,“ segir stjórnarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í fjögur ár og hvorki ríki né borg hafa veitt þessu stuðning að einhverju ráði.“ „Þetta var aldrei ætlunin að þetta yrði gróðastarfsemi eða að krakkarnir yrðu látnir standa straum að þessu. Það var alla tíð vonin að yfirvöld kæmu að rekstrinum. Hitt húsið var með svona aðstöðu til skamms tíma en hún var lögð niður,“ segir hann. „Það er gríðarleg þörf fyrir þetta,“ segir Guðmundur. „Ef starfsemin verður lögð niður verða 250 til 300 tónlistarmenn á götunni. Hlutir eins og Airwaves og fleiri ættu að sannfæra menn um að íslenskt tónlistarlíf á það skilið að verða tekið alvarlega.“ Vegna þrýstings frá stuðningsfólki Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar lagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, í gær fram fyrirspurn á fundi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur þar sem hann óskaði eftir greinagerð um stöðu málefna miðstöðvarinnar. Þar kemur fram að leita skuli leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi miðstöðvarinnar. Í Tónlistarþróunarmiðstövðinni eru fimmtán fullbúin æfingarými og salur til tónleikahalds. Yfirleitt deila þrjár hljómsveitir hverju rými og æfa nú í húsinu um fimmtíu hljómveitir, eða um 250 manns. Félagsmenn í félagi um Tónlistarþróunarmiðstöð eru um 750 talsins og fjölgar stöðugt. Hver hljómsveit borgar 25 þúsund krónur fyrir að fá að æfa í miðstöðinni. Staðan í dag er aftur á móti sú að afnotagjöldin og afnot af tónleikasalnum sem er í boði ná einungis yfir 50% af raunverulegum rekstrargjöldum. Í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar er bannað að vera með áfengi. Þar er alltaf eftirlitsmaður, auk þess sem öryggiskerfi fylgist með því að allt gangi vel fyrir sig. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stjórn Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, sem hefur hýst fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum, hefur óskað eftir tíu milljónum frá Reykjavíkurborg til að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Fái hún ekki stuðning verður starfseminni að Hólmaslóð 2 að öllum líkindum hætt í janúar. „Við erum að vinna í því að fá ríki og borg til að koma að þessu og styðja þetta eins og þau gera varðandi aðrar tómstundir fyrir ungt fólk,“ segir stjórnarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í fjögur ár og hvorki ríki né borg hafa veitt þessu stuðning að einhverju ráði.“ „Þetta var aldrei ætlunin að þetta yrði gróðastarfsemi eða að krakkarnir yrðu látnir standa straum að þessu. Það var alla tíð vonin að yfirvöld kæmu að rekstrinum. Hitt húsið var með svona aðstöðu til skamms tíma en hún var lögð niður,“ segir hann. „Það er gríðarleg þörf fyrir þetta,“ segir Guðmundur. „Ef starfsemin verður lögð niður verða 250 til 300 tónlistarmenn á götunni. Hlutir eins og Airwaves og fleiri ættu að sannfæra menn um að íslenskt tónlistarlíf á það skilið að verða tekið alvarlega.“ Vegna þrýstings frá stuðningsfólki Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar lagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, í gær fram fyrirspurn á fundi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur þar sem hann óskaði eftir greinagerð um stöðu málefna miðstöðvarinnar. Þar kemur fram að leita skuli leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi miðstöðvarinnar. Í Tónlistarþróunarmiðstövðinni eru fimmtán fullbúin æfingarými og salur til tónleikahalds. Yfirleitt deila þrjár hljómsveitir hverju rými og æfa nú í húsinu um fimmtíu hljómveitir, eða um 250 manns. Félagsmenn í félagi um Tónlistarþróunarmiðstöð eru um 750 talsins og fjölgar stöðugt. Hver hljómsveit borgar 25 þúsund krónur fyrir að fá að æfa í miðstöðinni. Staðan í dag er aftur á móti sú að afnotagjöldin og afnot af tónleikasalnum sem er í boði ná einungis yfir 50% af raunverulegum rekstrargjöldum. Í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar er bannað að vera með áfengi. Þar er alltaf eftirlitsmaður, auk þess sem öryggiskerfi fylgist með því að allt gangi vel fyrir sig.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira