Hirðgítarleikari X-Factor 28. nóvember 2006 10:30 Friðrik Karlsson hefur starfað mikið fyrir Simon Cowell undanfarin ár. MYND/Heiða Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erfitt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann. við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Englands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötur og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp á breska vinsældarlistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinnie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn enn virtasti hljóðversgítarleikari Bretlands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekkert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plötur hans verður birt á morgun. Menning Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erfitt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann. við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Englands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötur og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp á breska vinsældarlistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinnie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn enn virtasti hljóðversgítarleikari Bretlands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekkert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plötur hans verður birt á morgun.
Menning Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira