Hinn fullkomni glæpur og aðrar sögur 28. nóvember 2006 10:00 The Decemberists ná að fylgja síðustu plötu listavel eftir, þó að það séu aðeins nokkrir mánuðir á milli útgáfanna. Á síðustu plötu The Decemberists var magnað átta mínútna langt lag sem heitir The Mariner"s Revenge Song. Þar nær Colin Meloy að vefja með ævintýralegum hætti tóna utan um frábæra sögu um sjómann sem hefnir sín á öðrum sjóara en sá hafði átt þátt í að móðir þess fyrrnefnda framdi sjálfsmorð nokkrum árum áður. Útsetning þess er stórkostleg, eins og hún sé unnin fyrir leikhús. Sló mig alveg utan undir og gerði mig að einskærum aðdáenda þessarar sveitar. Sú plata var án efa með athyglisverðari útgáfum síðasta árs. Ég vonaði með mér að The Decemberists myndi hella sér meira í svipaða hluti. Að Colin myndi fara lengra með þessar tilraunir sínar, að „tónsetja” sögur eins og fyrir útvarpsleikrit. Hefði sáttur beðið í lengri tíma eftir slíku, en óvænt mætir sveitin aftur til leiks með nýja plötu, aðeins nokkrum mánuðum frá síðustu útgáfu. Þó að The Crane Wife fari ekki eins langt í að „tónsetja” sögur, eins og ég vonaði, þreifar Meloy þó svo sannarlega fyrir sér í útsetningum. Hann er orðinn ótrúlega fær lagahöfundur og útsetjari, og smellpassar inn í nýju „gerð úr við” indístefnuna sem nú ræður ríkjum eftir að listamenn á borð við Sufjan Stevens, Devendra Banhart og Joanna Newsom byrjuðu að þreifa fyrir sér í því að útsetja fyrir fleiri hljóðfæri en sín eigin. Tónlist The Decemberists er iðulega dramatísk, falleg og undir áhrifum frá keltneskri þjóðlagahefð. Þetta er þó ekkert írskt pöbbarokk fyrir sprelligosa, eins og Paparnir spila, heldur öllu yfirvegaðra og nær grasrótinni. Sveitin hoppar stundum úr einu yfir í annað en Á Crane Wife er þó nokkuð meira um poppsmíðar en á síðustu plötu. Best tekst sveitinni upp í lögunum Yankee Bayonet og hinu fáránlega grípandi The Perfect Crime no.2. Þetta er tónlist sem ætti að eiga vel við þá sem heilluðust af fyrri plötu The Magic Numbers. Mjög aðgengilegt og lýtalaust þó að þetta komi úr svolítið skringilegri átt. Colin er yfirleitt í hlutverki sögumanns í lögum sínum, er ljóðrænn og notar afar lærð orð hér og þar, og gæti þess vegna hæglega orðið hetja hjá orðelskum nemum í bókmenntafræðinni. The Crane Wife er ágætis fylgifiskur plötunnar frá því í fyrra og greinilegt að það verður léttara og léttara yfir þessari skemmtilegu sveit. Birgir Örn Steinarsson Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Á síðustu plötu The Decemberists var magnað átta mínútna langt lag sem heitir The Mariner"s Revenge Song. Þar nær Colin Meloy að vefja með ævintýralegum hætti tóna utan um frábæra sögu um sjómann sem hefnir sín á öðrum sjóara en sá hafði átt þátt í að móðir þess fyrrnefnda framdi sjálfsmorð nokkrum árum áður. Útsetning þess er stórkostleg, eins og hún sé unnin fyrir leikhús. Sló mig alveg utan undir og gerði mig að einskærum aðdáenda þessarar sveitar. Sú plata var án efa með athyglisverðari útgáfum síðasta árs. Ég vonaði með mér að The Decemberists myndi hella sér meira í svipaða hluti. Að Colin myndi fara lengra með þessar tilraunir sínar, að „tónsetja” sögur eins og fyrir útvarpsleikrit. Hefði sáttur beðið í lengri tíma eftir slíku, en óvænt mætir sveitin aftur til leiks með nýja plötu, aðeins nokkrum mánuðum frá síðustu útgáfu. Þó að The Crane Wife fari ekki eins langt í að „tónsetja” sögur, eins og ég vonaði, þreifar Meloy þó svo sannarlega fyrir sér í útsetningum. Hann er orðinn ótrúlega fær lagahöfundur og útsetjari, og smellpassar inn í nýju „gerð úr við” indístefnuna sem nú ræður ríkjum eftir að listamenn á borð við Sufjan Stevens, Devendra Banhart og Joanna Newsom byrjuðu að þreifa fyrir sér í því að útsetja fyrir fleiri hljóðfæri en sín eigin. Tónlist The Decemberists er iðulega dramatísk, falleg og undir áhrifum frá keltneskri þjóðlagahefð. Þetta er þó ekkert írskt pöbbarokk fyrir sprelligosa, eins og Paparnir spila, heldur öllu yfirvegaðra og nær grasrótinni. Sveitin hoppar stundum úr einu yfir í annað en Á Crane Wife er þó nokkuð meira um poppsmíðar en á síðustu plötu. Best tekst sveitinni upp í lögunum Yankee Bayonet og hinu fáránlega grípandi The Perfect Crime no.2. Þetta er tónlist sem ætti að eiga vel við þá sem heilluðust af fyrri plötu The Magic Numbers. Mjög aðgengilegt og lýtalaust þó að þetta komi úr svolítið skringilegri átt. Colin er yfirleitt í hlutverki sögumanns í lögum sínum, er ljóðrænn og notar afar lærð orð hér og þar, og gæti þess vegna hæglega orðið hetja hjá orðelskum nemum í bókmenntafræðinni. The Crane Wife er ágætis fylgifiskur plötunnar frá því í fyrra og greinilegt að það verður léttara og léttara yfir þessari skemmtilegu sveit. Birgir Örn Steinarsson
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira