Enn deila íbúar Kanada um Quebec 24. nóvember 2006 05:30 Ákaft var klappað fyrir Stephen Harper forsætisráðherra þegar hann ræddi um Quebec á þingi. MYND/AP Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum. Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum.
Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira