Réttmætar sjálfbærar veiðar 20. nóvember 2006 04:15 Eugene Lapointe Forseti IWMC. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin World Conservation Trust hafa lýst yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar Íslendinga. Samtökin hafa höfuðstöðvar í Sviss og beita sér fyrir „sjálfbærri nýtingu villtra auðlinda náttúrunnar til sjós og lands sem leiðar til náttúruverndar“, eins og segir í fréttatilkynningu. „Íslendingar hyggjast veiða svo örfáa hvali að eingöngu þeir sem eru blindaðir af eigin órum geta haldið því fram að veiðarnar gætu haft einhver neikvæð langtíma-áhrif á hvalastofna. Veiðarnar eru augljóslega sjálfbærar og fyllilega réttmætar,“ segir Eugene Lapointe, forseti samtakanna, en hann var um árabil framkvæmdastjóri CITES, alþjóðasamningsins um alþjóðaviðskipti með villt dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Lapointe bendir á að fordæmingarupphróp stjórnmálamanna og talsmanna dýraverndarsamtaka séu byggð á innantómum rökum. Í raun sé gremju þeirra fyrst og fremst að rekja til þeirra eigin getuleysis. „Þeir hafa hvorki vald né tæki til að hindra Íslendinga, Norðmenn og Japani í að veiða hvali. Þeir hafa eyðilagt eina tækið sem þeir gætu beitt til áhrifa á stjórn hvalveiða, [Alþjóðahvalveiðiráðið], og eina ráð þeirra er því að grípa til þess að lesa yfir og móðga hvalveiðiþjóðir í kastljósi eigin fjölmiðla. Sannleikanum er hver sárreiðastur,“ skrifar Lapointe í forystugrein á heimasíðu samtakanna, www.iwmc.org. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin World Conservation Trust hafa lýst yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar Íslendinga. Samtökin hafa höfuðstöðvar í Sviss og beita sér fyrir „sjálfbærri nýtingu villtra auðlinda náttúrunnar til sjós og lands sem leiðar til náttúruverndar“, eins og segir í fréttatilkynningu. „Íslendingar hyggjast veiða svo örfáa hvali að eingöngu þeir sem eru blindaðir af eigin órum geta haldið því fram að veiðarnar gætu haft einhver neikvæð langtíma-áhrif á hvalastofna. Veiðarnar eru augljóslega sjálfbærar og fyllilega réttmætar,“ segir Eugene Lapointe, forseti samtakanna, en hann var um árabil framkvæmdastjóri CITES, alþjóðasamningsins um alþjóðaviðskipti með villt dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Lapointe bendir á að fordæmingarupphróp stjórnmálamanna og talsmanna dýraverndarsamtaka séu byggð á innantómum rökum. Í raun sé gremju þeirra fyrst og fremst að rekja til þeirra eigin getuleysis. „Þeir hafa hvorki vald né tæki til að hindra Íslendinga, Norðmenn og Japani í að veiða hvali. Þeir hafa eyðilagt eina tækið sem þeir gætu beitt til áhrifa á stjórn hvalveiða, [Alþjóðahvalveiðiráðið], og eina ráð þeirra er því að grípa til þess að lesa yfir og móðga hvalveiðiþjóðir í kastljósi eigin fjölmiðla. Sannleikanum er hver sárreiðastur,“ skrifar Lapointe í forystugrein á heimasíðu samtakanna, www.iwmc.org.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira