Ástkæra ylhýra og fleira Valgerður Bjarnadóttir skrifar 20. nóvember 2006 06:00 Fyrir pistlahöfundinn hefur lífið aftur hafið sinn vanagang að lokinni prófkjörsbaráttu. Það var skemmtilegur tími, kona hefði ekki slegið hendinni á móti betri árangri en telur þó að þegar öllu sé á botninn hvolft megi hún vel við una. Alls konar spekingar túlka niðurstöður kosninga af þessu tagi hver með sínum hætti. Endanlegur dómur um hvort vel tókst til eða ekki verður kveðinn upp á kjördag, það gera kjósendur. Því hvort heldur okkur líkar betur eða verr, þá er það ekki eingöngu vegna stefnu stjórnmálaflokka sem fólk gefur þeim atkvæði sitt heldur skipta málsvararnir og áherslur þeirra einnig máli. Dagur íslenskunnar var í síðustu viku. Í grunnskólum var lögð áhersla á að við hlökkum til jólanna en okkur hlakkar ekki til þeirra. Njörður P. Njarðvík fékk verðlaun, hann sagðist helst hafa áhyggjur af andvaraleysi. Ég held að hann eigi þá meðal annars við ósið eins og þann að við segjum hæ og bæ, í stað þess að nota góð, gild og þægilega íslensk orð eins og sæl og bless. Ef svo er þá er ég honum sammála en játa að ég er sek um þetta, mea culpa, mea culpa. Nú heiti ég því að venja mig af þessum ósið, fyrst kona getur hætt að reykja þá hlýtur hún að geta hætt þessu. Stofnanamál er ákaflega leiðinlegt fyrirbrigði finnst mér og stend í mikilli baráttu við viðkomandi aðila. Viðkomandi aðili birtist í mörgum myndum, hann getur verið kona eða karl og hann getur verið fyrirtæki. Aðilinn er ekki alltaf viðkomandi hann getur verið samningsaðili, pöntunaraðili, móttökuaðili og jafnvel óásættanlega óínáanlegur. Það mun vera manneskja sem kona er mjög pirruð á að ná aldrei sambandi við vegna þess að manneskjan sem oftast er karl hefur mjög mikið að gera eða er alltaf á fundum eða kannski bara í golfi. Í vikunni barðist ég við sögnina að vanefna, hún hefur fyrir einhverra hluta sakir fest í skjölum sem gefin eru út á mína ábyrgð. Ég veit að um vanefndir getur verið að ræða og ég veit líka að margir búa við vanefni, en þykist aldrei hafa vanefnt neitt þótt ég hafi ábyggilega ekki efnt allt sem ég hef lofað um ævina. Ekki voru allir á eitt sáttir um skoðun mína á þessu enda sagnorðið notað í skjölunum í langan tíma. Það var þó látið undan nöldrinu í mér og héðan í frá verður sagt á mínum vinnustað að fólk standi ekki við samninga eða efni ekki það sem það hefur lofað, að minnsta kosti verður það svo ef ég heyri til. Fyrsta snjónum kyngdi niður um helgina. Væntanlega fer ég þá gangandi í vinnuna næstu daga eða þar til snjóinn tekur upp. Er svo heppin að búa í göngufæri við vinnustaðinn. Ég ætla nefnilega að fara að áskorun borgaryfirvalda og leggja nagladekkjunum og leggja þar með mitt af mörkum til að minnka svifrykið, skora á fleiri að gera það. Þeir sem ekki eru svo heppnir að geta gengið í vinnuna geta gengið út á stoppistöð og tekið strætó. Það er hrikalegt að sjá hvernig naglarnir fara með göturnar og rykið sem læðist inn til okkar sem búum við miklar umferðargötur er til merkis um mengunina sem naglarnir valda. Auðvitað er ekki hægt að banna nagladekk, eðlilegt að atvinnubílstjórar noti þau svo og þeir sem þurfa að fara út fyrir bæinn, en við sem erum nær eingöngu á ferðalagi innanbæjar ættum að ganga eða nota almenningssamgöngur þessa daga sem snjórinn liggur yfir. Fyrst minnst var á borgaryfirvöld verður ekki látið hjá líða að hrósa þeim fyrir áform um að borga fyrir íþróttir eða listnám krakkanna. Borgarráð mun fyrr í mánuðinum hafa falið íþrótta- og tómstundaráði, ÍTR, að gera tillögur um svokallað frístundakort. Þetta er hið besta mál og mun sams konar kerfi eða eitthvað sem skilar sama árangri þegar vera komið í gagnið í einhverjum nágrannasveitarfélögum. Ég trúi því að þetta muni renna beint til þeirra sem krakkarnir sækja þjónustu til þannig að þetta hafi engin áhrif á skattgreiðslur foreldranna, ég vona minnsta kosti að svo sé. Því fyrr sem þetta kemst í gagnið því betra. Bravó fyrir Reykjavíkurborg í baráttunni við svifrykið og að taka þátt í kostnaði við tómstundaiðkun krakkanna. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Fyrir pistlahöfundinn hefur lífið aftur hafið sinn vanagang að lokinni prófkjörsbaráttu. Það var skemmtilegur tími, kona hefði ekki slegið hendinni á móti betri árangri en telur þó að þegar öllu sé á botninn hvolft megi hún vel við una. Alls konar spekingar túlka niðurstöður kosninga af þessu tagi hver með sínum hætti. Endanlegur dómur um hvort vel tókst til eða ekki verður kveðinn upp á kjördag, það gera kjósendur. Því hvort heldur okkur líkar betur eða verr, þá er það ekki eingöngu vegna stefnu stjórnmálaflokka sem fólk gefur þeim atkvæði sitt heldur skipta málsvararnir og áherslur þeirra einnig máli. Dagur íslenskunnar var í síðustu viku. Í grunnskólum var lögð áhersla á að við hlökkum til jólanna en okkur hlakkar ekki til þeirra. Njörður P. Njarðvík fékk verðlaun, hann sagðist helst hafa áhyggjur af andvaraleysi. Ég held að hann eigi þá meðal annars við ósið eins og þann að við segjum hæ og bæ, í stað þess að nota góð, gild og þægilega íslensk orð eins og sæl og bless. Ef svo er þá er ég honum sammála en játa að ég er sek um þetta, mea culpa, mea culpa. Nú heiti ég því að venja mig af þessum ósið, fyrst kona getur hætt að reykja þá hlýtur hún að geta hætt þessu. Stofnanamál er ákaflega leiðinlegt fyrirbrigði finnst mér og stend í mikilli baráttu við viðkomandi aðila. Viðkomandi aðili birtist í mörgum myndum, hann getur verið kona eða karl og hann getur verið fyrirtæki. Aðilinn er ekki alltaf viðkomandi hann getur verið samningsaðili, pöntunaraðili, móttökuaðili og jafnvel óásættanlega óínáanlegur. Það mun vera manneskja sem kona er mjög pirruð á að ná aldrei sambandi við vegna þess að manneskjan sem oftast er karl hefur mjög mikið að gera eða er alltaf á fundum eða kannski bara í golfi. Í vikunni barðist ég við sögnina að vanefna, hún hefur fyrir einhverra hluta sakir fest í skjölum sem gefin eru út á mína ábyrgð. Ég veit að um vanefndir getur verið að ræða og ég veit líka að margir búa við vanefni, en þykist aldrei hafa vanefnt neitt þótt ég hafi ábyggilega ekki efnt allt sem ég hef lofað um ævina. Ekki voru allir á eitt sáttir um skoðun mína á þessu enda sagnorðið notað í skjölunum í langan tíma. Það var þó látið undan nöldrinu í mér og héðan í frá verður sagt á mínum vinnustað að fólk standi ekki við samninga eða efni ekki það sem það hefur lofað, að minnsta kosti verður það svo ef ég heyri til. Fyrsta snjónum kyngdi niður um helgina. Væntanlega fer ég þá gangandi í vinnuna næstu daga eða þar til snjóinn tekur upp. Er svo heppin að búa í göngufæri við vinnustaðinn. Ég ætla nefnilega að fara að áskorun borgaryfirvalda og leggja nagladekkjunum og leggja þar með mitt af mörkum til að minnka svifrykið, skora á fleiri að gera það. Þeir sem ekki eru svo heppnir að geta gengið í vinnuna geta gengið út á stoppistöð og tekið strætó. Það er hrikalegt að sjá hvernig naglarnir fara með göturnar og rykið sem læðist inn til okkar sem búum við miklar umferðargötur er til merkis um mengunina sem naglarnir valda. Auðvitað er ekki hægt að banna nagladekk, eðlilegt að atvinnubílstjórar noti þau svo og þeir sem þurfa að fara út fyrir bæinn, en við sem erum nær eingöngu á ferðalagi innanbæjar ættum að ganga eða nota almenningssamgöngur þessa daga sem snjórinn liggur yfir. Fyrst minnst var á borgaryfirvöld verður ekki látið hjá líða að hrósa þeim fyrir áform um að borga fyrir íþróttir eða listnám krakkanna. Borgarráð mun fyrr í mánuðinum hafa falið íþrótta- og tómstundaráði, ÍTR, að gera tillögur um svokallað frístundakort. Þetta er hið besta mál og mun sams konar kerfi eða eitthvað sem skilar sama árangri þegar vera komið í gagnið í einhverjum nágrannasveitarfélögum. Ég trúi því að þetta muni renna beint til þeirra sem krakkarnir sækja þjónustu til þannig að þetta hafi engin áhrif á skattgreiðslur foreldranna, ég vona minnsta kosti að svo sé. Því fyrr sem þetta kemst í gagnið því betra. Bravó fyrir Reykjavíkurborg í baráttunni við svifrykið og að taka þátt í kostnaði við tómstundaiðkun krakkanna. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun