Eivör með dívunum

Eivør Pálsdóttir hefur bæst í hópinn með þeim Sissel Kyrkjebø og Petulu Clark sem syngja á jólatónleikunum Frostroses: European Divas í Laugardalshöll 5. desember. Miðasala á tónleikana er hafin en hún fer fram á vefsíðu Frost, www.frostid.is, midi.is, verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.