NATO-ríkin taki sig á 14. nóvember 2006 05:45 De Hoop Scheffer í Búdapest Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, og ungverski varnarmálaráðherrann, Imre Szekeres ,skoða heiðursvörð í Búdapest í gær. MYND/AP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna. Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna.
Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira