Bush skiptir um gír 10. nóvember 2006 03:00 Morgunverður í Hvíta húsinu. Bush forseti bauð í gærmorgun helstu leiðtogum repúblikana í morgunverð hjá sér í Hvíta húsinu til þess að fara yfir stöðu mála, nú þegar repúblikanar hafa tapað þingmeirihluta sínum. Síðar um daginn snæddi Bush kvöldverð með Nancy Pelosi. MYND/AP Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008. Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008.
Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira