Opið hús í Listaháskólanum 10. nóvember 2006 12:30 Úr Sýningu Nemendaleikhússins, Hvít kanína, sem frumsýnd var í vor Allar deildir Listaháskólans munu kynna starfsemi sína í dag. mynd/listaháskólinn Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugarnesvegi og Skipholti þar sem deildirnar fjórar; myndlistar-, leiklistar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennarar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leiðsögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæmlega hvað á að vera í inntökumöppunum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðarinnar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lifandi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálítið flókið því starfsemin er í þremur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leikari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráðlagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www.lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru velkomnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endilega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakkar á framhaldsskólaaldri en auðvitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“ Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugarnesvegi og Skipholti þar sem deildirnar fjórar; myndlistar-, leiklistar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennarar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leiðsögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæmlega hvað á að vera í inntökumöppunum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðarinnar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lifandi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálítið flókið því starfsemin er í þremur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leikari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráðlagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www.lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru velkomnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endilega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakkar á framhaldsskólaaldri en auðvitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“
Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira