Rousseau í stað Marx? 10. nóvember 2006 06:00 Fræg eru þau ummæli Karls Marx (og Friðriks Engels) í ¿Kommúnistaávarpinu¿ 1848, að vofa kommúnismans fari ljósum logum um Norðurálfuna. Stjórnmálahugmyndir ganga ósjaldan aftur. Til dæmis minnti málflutningur auðlinda-skattsmanna á Íslandi um 1990 á herferð bandaríska rithöfundarins Henrys George á síðari hluta nítjándu aldar gegn einkaeignarrétti á landi. Rödd Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans var bergmál frá George, sem vildi gera arð landeigenda upptækan með sömu rökum og þeir Þorvaldur arð útgerðarmanna. Auðlindaskatturinn var uppvakningur. (Raunar hafði georgisminn áður verið hér á kreiki, í skrifum Jónasar Jónssonar frá Hriflu um 1915, en hann hvarf skjótlega frá honum af hagnýtum ástæðum.) Sjálfur var marxisminn auðvitað annar draugur. Marx lofaði allsnægtum. Með kapítalismanum hefðu menn gert jörðina sér undirgefna, svo að fjármagnið gæti fallið eins og fullþroskaður ávöxtur í hendur öreigastéttinni. Marxistar stefndu að frekari iðnvæðingu en kapítalistar, örari hagvexti, öflugri virkjunum, stærri fyrirtækjum. Undirrót marxismans var að vísu ekki eymd verkalýðsins, heldur beiskja rótlauss menntafólks, sem þráði völd í krafti andlegra yfirburða sinna, og vildi endurskapa mannkynið, svo að það þyrfti sjálft ekki að vera háð markaðsöflunum. Ólíkt Sölku Völku taldi Arnaldur sig of góðan til að vinna í fiski hjá Bogesen. Marxismanum lauk með ósköpum. Hann skildi við Rússland og Mið-Evrópu í rjúkandi rúst. Hvergi hefur umhverfi manna verið spillt jafn freklega. Ástæðan var auðvitað sameignarrétturinn. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Kapítalisminn hvílir hins vegar á einkaeignarrétti, sem tryggir sæmilega nýtingu gæðanna. Hvers vegna eru nashyrningar í Afríku í útrýmingarhættu, en ekki sauðir á Íslandi? Vegna þess að sauðirnir eru í einkaeigu. Eigendur þeirra hirða um þá, merkja sér þá, girða þá af. Enginn á hins vegar nashyrningana, svo að enginn gætir þeirra. Hið sama er að segja um stöðuvatn, sem spillt er með úrgangi úr verksmiðju. Rétta ráðið er að mynda einkaeignarrétt á stöðuvatninu. Þá hættir verksmiðjan snarlega að losa þangað úrgang. Þegar gæði eru í einkaeigu, taka menn umhverfið með í reikninginn, ella ekki. Heimurinn hefur gerbreyst eftir hrun marxismans. Undirrótin að andstöðu óánægðs menntafólks við kapítalismann er að vísu hin sama og áður: Í hugum þess er hann framandi og hættulegt afl. Þetta fólk er firrt, eins og Marx orðaði það. Því finnst það vera statt á röngum hnetti. En þessir andstæðingar kapítalismans vilja fara aðra leið en marxistar. Þeir lofa ekki örari hagvexti, heldur hafna honum með öllu. Þeir eru ekki framfaratrúar eins og marxistar, heldur vilja snúa aftur til náttúrunnar, til upphafsins. Þeir telja, að í lífsháttum frumstæðra þjóða, til dæmis frumbyggja Vesturheims, sé fólgin speki, sem nútímamenn hafi gleymt. Slíkar þjóðir hafi búið í sátt við náttúruna í stað þess að reyna að gera hana sér undirgefna eins og Vesturlandamenn. Hér á Íslandi leitar slík hreyfing sér útrásar í baráttu við stórvirkjanir og stóriðju. Hún sækir fordæmi til Sigríðar í Brattholti, sem á að hafa stöðvað virkjun Gullfoss með því að hóta að kasta sér í fossinn. Sú rödd, sem þetta fólk bergmálar, kemur úr barka franska heimspekingsins Jeans-Jacques Rousseau, sem vildi hverfa aftur til náttúrunnar og taldi manninn njóta sín best í virkri fjöldahreyfingu, þar sem vilji allra einstaklinganna yrði að einum voldugum allsherjarvilja. Vofa Rousseaus gengur ljósum logum á Íslandi. Það liggur í hlutarins eðli, að erfitt er að rökræða við hana. Þó má benda á, að sögurnar fögru af frumbyggjum Vesturheims, sem bjuggu í sátt við náttúruna, eru goðsagnir. Þeir útrýmdu dýrum og brenndu skóga. Það var ekki heldur vegna hótana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta. Annars átti Voltaire besta svarið við þessum draugagangi: Hvatning Rousseaus til okkar um að fara aftur á fjóra fætur er vissulega skemmtileg, en það er allt of langt liðið frá því, að flest okkar lögðum þann sið niður, til að unnt sé að ætlast til þess, að við tökum hann upp aftur. Það var ekki heldur vegna hótana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fræg eru þau ummæli Karls Marx (og Friðriks Engels) í ¿Kommúnistaávarpinu¿ 1848, að vofa kommúnismans fari ljósum logum um Norðurálfuna. Stjórnmálahugmyndir ganga ósjaldan aftur. Til dæmis minnti málflutningur auðlinda-skattsmanna á Íslandi um 1990 á herferð bandaríska rithöfundarins Henrys George á síðari hluta nítjándu aldar gegn einkaeignarrétti á landi. Rödd Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans var bergmál frá George, sem vildi gera arð landeigenda upptækan með sömu rökum og þeir Þorvaldur arð útgerðarmanna. Auðlindaskatturinn var uppvakningur. (Raunar hafði georgisminn áður verið hér á kreiki, í skrifum Jónasar Jónssonar frá Hriflu um 1915, en hann hvarf skjótlega frá honum af hagnýtum ástæðum.) Sjálfur var marxisminn auðvitað annar draugur. Marx lofaði allsnægtum. Með kapítalismanum hefðu menn gert jörðina sér undirgefna, svo að fjármagnið gæti fallið eins og fullþroskaður ávöxtur í hendur öreigastéttinni. Marxistar stefndu að frekari iðnvæðingu en kapítalistar, örari hagvexti, öflugri virkjunum, stærri fyrirtækjum. Undirrót marxismans var að vísu ekki eymd verkalýðsins, heldur beiskja rótlauss menntafólks, sem þráði völd í krafti andlegra yfirburða sinna, og vildi endurskapa mannkynið, svo að það þyrfti sjálft ekki að vera háð markaðsöflunum. Ólíkt Sölku Völku taldi Arnaldur sig of góðan til að vinna í fiski hjá Bogesen. Marxismanum lauk með ósköpum. Hann skildi við Rússland og Mið-Evrópu í rjúkandi rúst. Hvergi hefur umhverfi manna verið spillt jafn freklega. Ástæðan var auðvitað sameignarrétturinn. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Kapítalisminn hvílir hins vegar á einkaeignarrétti, sem tryggir sæmilega nýtingu gæðanna. Hvers vegna eru nashyrningar í Afríku í útrýmingarhættu, en ekki sauðir á Íslandi? Vegna þess að sauðirnir eru í einkaeigu. Eigendur þeirra hirða um þá, merkja sér þá, girða þá af. Enginn á hins vegar nashyrningana, svo að enginn gætir þeirra. Hið sama er að segja um stöðuvatn, sem spillt er með úrgangi úr verksmiðju. Rétta ráðið er að mynda einkaeignarrétt á stöðuvatninu. Þá hættir verksmiðjan snarlega að losa þangað úrgang. Þegar gæði eru í einkaeigu, taka menn umhverfið með í reikninginn, ella ekki. Heimurinn hefur gerbreyst eftir hrun marxismans. Undirrótin að andstöðu óánægðs menntafólks við kapítalismann er að vísu hin sama og áður: Í hugum þess er hann framandi og hættulegt afl. Þetta fólk er firrt, eins og Marx orðaði það. Því finnst það vera statt á röngum hnetti. En þessir andstæðingar kapítalismans vilja fara aðra leið en marxistar. Þeir lofa ekki örari hagvexti, heldur hafna honum með öllu. Þeir eru ekki framfaratrúar eins og marxistar, heldur vilja snúa aftur til náttúrunnar, til upphafsins. Þeir telja, að í lífsháttum frumstæðra þjóða, til dæmis frumbyggja Vesturheims, sé fólgin speki, sem nútímamenn hafi gleymt. Slíkar þjóðir hafi búið í sátt við náttúruna í stað þess að reyna að gera hana sér undirgefna eins og Vesturlandamenn. Hér á Íslandi leitar slík hreyfing sér útrásar í baráttu við stórvirkjanir og stóriðju. Hún sækir fordæmi til Sigríðar í Brattholti, sem á að hafa stöðvað virkjun Gullfoss með því að hóta að kasta sér í fossinn. Sú rödd, sem þetta fólk bergmálar, kemur úr barka franska heimspekingsins Jeans-Jacques Rousseau, sem vildi hverfa aftur til náttúrunnar og taldi manninn njóta sín best í virkri fjöldahreyfingu, þar sem vilji allra einstaklinganna yrði að einum voldugum allsherjarvilja. Vofa Rousseaus gengur ljósum logum á Íslandi. Það liggur í hlutarins eðli, að erfitt er að rökræða við hana. Þó má benda á, að sögurnar fögru af frumbyggjum Vesturheims, sem bjuggu í sátt við náttúruna, eru goðsagnir. Þeir útrýmdu dýrum og brenndu skóga. Það var ekki heldur vegna hótana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta. Annars átti Voltaire besta svarið við þessum draugagangi: Hvatning Rousseaus til okkar um að fara aftur á fjóra fætur er vissulega skemmtileg, en það er allt of langt liðið frá því, að flest okkar lögðum þann sið niður, til að unnt sé að ætlast til þess, að við tökum hann upp aftur. Það var ekki heldur vegna hótana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun