Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár 4. nóvember 2006 10:30 Sissel Kyrkjebø syngur jólin inn fyrir milljónir Evrópubúa frá Hallgrímskirkju. Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft. Menning Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft.
Menning Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira