Nýjar árásir á Gaza-strönd 2. nóvember 2006 06:45 Jarðarför í Beit Lahija. Ættingi eins af palestínsku stríðsmönnunum, sem féllu í árás Ísraelshers í gærmorgun, fórnar höndum í jarðarför hans, sem fór fram strax í gær. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni auk fótgönguliða. MYND/AP Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu. Erlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu.
Erlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira